Ýmislegt stöff frá mér.

þriðjudagur, 18. janúar 2011Ég elska myndavélar næstum því jafnmikið og skó. En samt ekki nærri því jafnmikið. En mig langar samt afskaplega í DianaF Mr. Pink. Væri svo gaman að fá eina svona bleika í safnið sitt.miðvikudagur, 5. janúar 2011

The Red Shoes

Já ég var frekar fúl þegar ég sá það að Black Swan yrði ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en 4. feb. 4. feb!!! Í alvöru fólk. Hún var frumsýnd þann 3. des í BNA og maður þarf virkilega að bíða í 2 mánuði. Fáranlegt. En ég ætla samt ekki bara að röfla hérna. Ég er virkilega spennt fyrir nýju ári. Fullt af tækifærum og skemmtilegheitum vonandi. Ég er allavega jákvæð og svo ég breyti nú þessari neikvæðu bíómyndafærslu í eitthvað jákvætt ætla ég að segja frá einmitt ballerínumynd frá 1948 sem heitir The Red Shoes og var einmitt Óskarsverðlaunamynd. Fékk verðlaunin fyrir listræna stjórnun, soundtrack og eitthvað svoleiðis en var tilnefnd líka sem besta myndin. Las einhvers staðar að myndin Black Swan sé fyrir miklum áhrifum frá The Red shoes þ.e.a.s. útlitslega. Sjáið bara sjálf.