Ýmislegt stöff frá mér.

laugardagur, 20. febrúar 2010

þriðjudagur, 16. febrúar 2010

Íslenskt já takk.

Er orðin rosalegur aðdáandi íslenskra snyrtivara. Er svona að prófa mig áfram.

Hef náttúrulega prófað rakakremin frá Gamla apótekinu. Mæli með hýdrófíl rakakreminu. Síðan hef ég verið að "smakka" handgerðu sápurnar frá Sælusápum. Ég hef nú bara prófað Heiðasælu en það er blóðberg í henni. Ég er rosalega ánægð með hana en hlakka samt svolítið til að hún klárist svo að ég geti "smakkað einhverja aðra" Ég prófaði svo liðverkjaolíuna um daginn frá Purity Herbs og ég verð að segja að hún snarvirkaði. Það sem ég á eftir að prófa eru svo snyrtivörurnar frá Urtasmiðjunni og Sóley.

sunnudagur, 14. febrúar 2010

Nýtt

Þið verðið að afsaka þessar myndir. Er að bíða eftir betri myndunum. Þessi vél er alveg glötuð sem ég er með.


Skartgripirnir eru gerðir úr polystyrene plasti og eru nikkelfríir. Ég sendi hvert á land sem er.

Postulín:


Hálsmen kr. 2500
Eyrnalokkar kr. 3000

Fáanlegt með gullkeðju.


Fuglar:Eyrnalokkar kr. 4000
Hálsmen kr. 4000

Fáanlegt með brons, silfur eða gullkeðju.


Pollýanna:Eyrnalokkar kr. 1500
Eyrnalokkar með keðju kr. 1800
Hálsmen kr. 3500

Fáanlegt með gull, silfur og dökkri silfurkeðju.


Enn og aftur fylgisti með eftir nýjum myndum. Þessar myndir eru bara bráðabirgða þar til þessar flottu koma þar sem sjást öll smáatriðin. Kíkið aftur :D


föstudagur, 12. febrúar 2010

Kímera Creations

Síðan er í vinnslu :) er búin að vera svo hryllilega busy en kem með nýtt stöff inn um helgina og byrjun næstu viku.

Kíkið endilega aftur.

laugardagur, 6. febrúar 2010

Kímera CreationsJæja nú styttist óðum í að ég haldi sýningu hérna í Rvk. Nánar tiltekið á hjólbarðaverkstæðinu Kvikkfix í Kópavogi. Sýningin opnar næstu helgi en ég mun auglýsa það nánar. Ég verð með sýningar á málverkum, teikningum, innsetningu og síðan ætla ég að vera með til sýnis hliðarverkefnið mitt Kímera Creations. Kímera Creations eru handunnir munir, skartgripir, nytjahlutir og margt fleira og verður þetta blogg mitt vettvangur fyrir nýja "fyrirtækið" mitt.