Ýmislegt stöff frá mér.

sunnudagur, 14. júní 2009

Paradísareyjan

Oh já það er yndislegt að vera í Eyjum. Frábært að fá að vera úti allan daginn. Enda er maður dauður þegar maður kemur heim. Það er líka hellingur að gera hjá mér. Er að undirbúa sýningu sem verður á goslokahátíðinni. Verð með innsetningu og nokkrar myndir. Komin með vinnuaðstöðu og alles. Loksins hefur maður fundið rokkið í sér aftur. Ekki seinna vænna. Ég verð 28 ára á morgun. OMFG. Maður verður að nota þessi ár sem maður á eftir í framkvæmdir því ég hef ekki beint verið framkvæmdaglöð síðan að ég hætti í skólanum. Engin vinnuaðstaða og uppreisn gegn listheiminum. En það er búið núna. Nú er ég bara í stuði.

þriðjudagur, 2. júní 2009

Jæja nú er sumarið komið og ég opinberlega orðinn kennari. Fer til Eyja á fimmtudaginn þar sem ég mun vera flokkstjóri í Vinnuskólanum í sumar. Ég ætla að halda myndlistarsýningu og hafa það gott með familíunni minni. Síðan er bara Þjóðhátíð og ég mæti i nýju vinnuna mína liggur við bara beint úr Dalnum.