Ýmislegt stöff frá mér.

sunnudagur, 30. mars 2008

Duló

Já eins og þið sjáið er ég aðeins að reyna að koma síðunni minni í sæmilegt horf. Bæta við linkum á bloggara og inn á síður sem ég heimsæki daglega. Þetta fer að komast í samt lag vonandi. Annars bíð ég bara spennt eftir vorinu. Það verður mikið að gerast í vor. Ég er að undirbúa myndlistarsýningu með verkum eftir börnin í sérdeildinni í skólanum og svo mun ég nota sumarið til að undirbúa mína eigin einkasýningu. Túrilú í bili. Verð vonandi búin að semja einhvern magnaðan pistil bráðum.

fimmtudagur, 20. mars 2008

*hrollur*

Já ég get ekki sagt annað en að það er virkilega yndislegt að vera komin í páskafrí. Ekki misskilja mig... mér finnst mjög gaman í vinnunni en það er líka gott að fá frí. Ég er búin að vera mjög busy eitthvað. Gott að hvíla sig. En já ég hélt upp á páskafrísbyrjun með því að fara í menningarferð til Reykjavíkur. Og eins og sönnum Íslendingi sæmir má maður ekki gleyma Kringlunni. Sérstaklega á þessum "góðærisdögum" í fjármálaheiminum. Í Kringlunni mættu mér gotharar í tonnatali enda er Kringlan Staðurinn ef að maður er Gothari. Ég sá eina stelpu í hefðbundnum gothfötum. Svo sem ekkert óvanalegt. Hún var í svörtum buxum með einhverjum böndum sem héngu, með svart, sítt en flatt hár, gaddaól o.s.fr.v. Allt tiltölulega eðlilegt fyrir mér en svo var gellan bara með vampírutennur. Jább þið lásuð rétt. Ég býst við því að það er fólk þarna úti sem lætur fixa svoleiðis. Annars veit ég ekki hvort að þetta voru alvöru tennur, gervi alvöru tennur eða bara gervi tennur.

Ég er búin að vera mjög dugleg að spara og ákvað að spreða smá til að verðlauna mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi gert verulega góð kaup. Ekki þó í Kringlunni heldur í Kolaportinu og Spúútnik. Keypti mér nefnilega 2 kg af fötum á einungis 6 þúsund krónur og geri aðrir betur. Mæli eindregið með kílómarkaði ef ykkur bráðvantar ný föt og buddan er tóm og allir eru þunglyndir af krepputali. Ný föt gleðja hjartað *hóst* veruleikafirrt *hóst*

Síðan kíkti ég í bíó á spænsku myndina El Orfanato. Bjóst ekki við öðru en að ég yrði hrædd í bíó og sú varð raunin. Var lengi að ná mér eftir hana og mæli ég eindregið með henni. Ég gerði svo sem fullt annað líka í Reykjavík. Horfði á anime, labbaði helling. Fór í heimsókn borðaði og til að toppa allt horfði ég á Interview with the vampire.

sunnudagur, 9. mars 2008

Einkar athyglisvert

Hér er að finna grein þar sem fjallað er um hvort að Endurreisnarmálararnir hafi falið taugafræði í myndbyggingu málverka sinna. Þ.e.a.s. myndir af heilum og svoleiðis.

þriðjudagur, 4. mars 2008

Listasagan á 3:42 sek.?

Hmm get ekki sagt að það sé hægt að stikla á svo stóru en þetta er skemmtilegt engu að síður :D

Stormur

Já veðrið hér á Eyjunni er búið að vera skrítið svo ekki sé meira sagt. Þvílíkur snjór. Á sunnudaginn vaknaði ég bara frekar útsofin. Fannst það samt skrítið þar sem að það var enn kolniðamyrkur inni hjá mér. Þegar betur var að gáð sá ég að íbúðin mín var bara á kafi. Skaflarnir huldu gluggana bara og hindruðu ljósið í að gægjast inn um gluggann minn. Síðan fór ég með Erni í göngutúr um kvöldið og við skriðum bókstaflega niður Strembugötuna. Skaflarnir voru svo háir að ekki var hægt að labba ofan á þeim. Við löbbuðum síðan inn Kirkjuveginn og upp Menntaveginn og heim til mín. Smá spölur sem sagt en ferðin tók samt 1 og hálfan tíma. Er svo búin að moka mörgum tonnum af snjó. Dagurinn í dag er samt sem áður búinn að sökka. Eða meira svona sökkva eftir alla þessa ausandi rigningu. Það er allt á floti. Allstaðar!Annars er lítið annað að frétta. Læt fylgja hér með litla mynd. Ég er algjörlega ástfangin af þessum miðli. Þ.e.a.s. Svart blek og vatnslitapappír. Það býður upp á svo mikla möguleika. Er mikið búin að mála síðustu daga. Túrilú í bili.