Ýmislegt stöff frá mér.

laugardagur, 27. desember 2008

Ja hérna. Ég held að það hafi aldrei liðið svona langur tími á milli blogga hjá mér. Ég er upptekin manneskja. Skólinn hefur gengið ágætlega og það er mikið að gera. Ég er búin að vera blönk í allt haust þannig að ég hef verið að vinna 2 vinnur með skólanum. Annars vegar að bera út dagblað og vinna á frístundaheimilinu Glaðheimum. Ég er nú hætt að bera út blaðið sökum svefnskorts. Það er svolítið mikið á mann lagt að vakna kl. 4 - 5 og bera út, fara svo í skólann, fara svo beint í vinnu, í ræktina (þegar ég nenni), heim að elda, læra, fara að sofa loksins um og eftir miðnætti og vakna svo aftur kl. 4. Úff. Eltist líka um 10 ár eða eitthvað í haust. En ég hef samt sem áður heilsuna sem er gott. Er bara að njóta lífsins í eyjum. Ó já.

sunnudagur, 31. ágúst 2008

En já...

Já ég er flutt í Reykjavíkina og líður vel þar. Skólinn byrjaði í síðustu viku og á nýnemakynningunni þurftum við að semja dans og sýna hann... Já ég er ekki að grínast. Ég samdi alveg minn dans og það og svo þegar tónlistin byrjaði þá bara fraus ég. Við áttum að dansa nokkrum sinnum við mismunandi tónlist og túlka dansinn okkar eftir tónlistinni. Úff. Greinilegt hverjir voru að byrja í leiklist og hvaða stelpur voru einhverjar listdanspíur. Ekkert nema píróett og læti. En skólinn sjálfur er samt skemmtilegur. Spennandi fólk og svona. En já svona til að létta lund ykkar á sunnudegi sem er afar þunnur finnst mér þá er eitt hérna sem er ógeðslega fyndið. Maður spyr sig hvort þetta sé einn og sami maðurinn í mismunandi víddum??

þriðjudagur, 19. ágúst 2008

plöh

Jæja það fer brátt að líða að leiðindunum, þ.e.a.s. flutningunum. Mér finnst ekkert leiðinlegra en að flytja draslið mitt. Pakka því niður bara til þess að taka það upp aftur á öðrum stað. Svo er alltaf eitthvað sem að eyðileggst. En já vonandi reddast þetta nú samt. Búin að panta bíl þannig að þetta er allt að koma. Annars lítið að frétta. Er bara afskaplega fegin að hafa ekki mætt í vinnu í gær múhahaha. Það að búa í 101 leggst mjög vel í mig. Hef reyndar búið þar áður og það er ofsalega gott að geta labbað hvert sem maður vill. Auk þess keypti ég mér svo fallegt hjól sem ég ætla að vera dugleg að nota. En nú ætla ég bara að halda áfram að drepa tímann fram að flutningum. Horfa á Ólympíuleikana á fullu. Verð samt að kvarta yfir hve lítið er sýnt frá fótbolta. Ömurlegt. Frekar er sýnt frá þúst Litháen - Brasilía í körfubolta eða eitthvað álíka. Hverjum er ekki sama um það?

Svo eiga systur mínar 2 afmæli í dag! Til hamingju með afmælið systur :D

Túrilú

fimmtudagur, 14. ágúst 2008

Quadrosables

Hola Amigos
Já ég er komin frá Barcelona og er hress og tönuð. Það var rosalega heitt úti og gott veður og við notuðum tímann alltaf í eitthvað annað en sólbað. Þegar svo loksins átti að fara á ströndina þá var skýjað. Ömó en ég er samt sem áður leðurtönuð. Langt síðan að ég verið svoleiðis. Ég verslaði og verslaði fyrir allan peninginn minn úti. Bætti fötum við í safnið mitt. Hef samt miklar áhyggjur af því að nýju fötin mín komist ekki fyrir í þetta safn þar sem það er orðið of stórt. Annars er Barcelona afskaplega falleg borg. Það er greinilegt að hvert smáatriði hefur verið úthugsað. Stéttarnar eru m.a.s. flúraðar. Við skoðuðum slatta þarna úti. Hefðum samt getað skoðað meira en hey ég var í fríi og nennti ekki að gera of mikið. Við skoðuðum Gaudi garðinn og safnið. Garðurinn var æði og síðan var Sagrada Familía rosaleg. Eins og bygging á annarri plánetu. Ég læt fylgja með nokkrar myndir frá ferðinni. Aðallega Gaudi garðinum og La Bocceria sem er geggjaður matarmarkaður. Ég var alveg hugfangin þar inni. Þúst sjáiði allt nammið. Svo litríkt og fallegt.

fimmtudagur, 31. júlí 2008

Maður lifandi

Hæ hó vil bara láta vita að ég er enn á lífi og í fullu fjöri. Eftir nokkra klst mun ég leggja af stað til Barcelona þar sem ég verð í eina viku að living da vida loca. Það er eins gott að það verði gaman því þjóðhátíðin í ár verður víst allsvaðaleg. En mig langar samt meira til útlanda. :P Síðan kem ég heim og hefst þá handa við að flytja dótið mitt í nýju íbúðina sem ég er að fara að leigja. Ég er að verða 101 hyski enn eitt skiptið. En við heyrumst síðar þegar ég nenni að skrifa eitthvað innihaldsríkt og fræðandi. Ble.

laugardagur, 21. júní 2008

Fjör

Gæti það verið að Angelina Jolie sé að leika í góðri mynd loksins? Ég skil ekki alveg hvernig hún fer alltaf að þessu. Gone in 60 seconds, Tomb Raider þúst kommon. (Sky Captain of tomorrow og Girl interrupted eru reyndar undanteknar) Ég sá trailerinn að Wanted í gær og fannst hann frekar töff og mig langar að sjá í bíó. Ekki spillir fyrir að myndin fær 7,6 á imdb og James McAvoy leikur í henni. Og hann er náttúrulega súperhot gaur. En það vita náttúrulega allir.
En já það sem er að frétta af mér er að ég er orðin 27 ára og orðin rauðhærð. Já nú eru krakkarnir ekki lengur að rugla mér saman við Ronju lengur. Kannski bara Línu en hún er líka kúl. Hver vill ekki vera eins og Lína töffari?
Mínir menn í Rússlandi komust áfram í undanúrslitin áðan með góðum sigri á Hollandi. Gjörsamlega yfirspiluðu þá. Pavlyuchenko er náttúrulega geðveikur og hinn framherjinn líka. Líta soldið út eins og fermingarstrákar. Þeir eru líka alltaf sætastir...
Er einhver í stuði í vikunni fyrir að gera eitthvað skemmtó? Pikknikk eða fótbolta eða eitthvað??

mánudagur, 16. júní 2008

Vá já ég er búin að vera netlaus í þónokkuð langan tíma. Tölvan biluð og svo skrapp ég til Reykjavíkur í viku. Fór eiginlega bara um leið og ég komst í frí frá vinnu. Oh það er svo gott. Ég fór með fyrstu filmuna úr Holgunni minni í framköllun. Þessi mynd minnir á það hve sumrin eru frábær. Þó að þau séu ekki brjálæðislega heit þá er allavega ekki snjór. Svalandi!
Það misheppnuðust 4 af 12 myndum af þessari filmu. Þurfti endilega að gera einhverjar tilraunir með flassið og það varð algert mis. En hinar myndirnar voru bara fínar. Það er svo skemmtilegur karakter í myndum sem eru teknar með Holgu. Hún náttúrulega lekur ljósi og þess vegna er jaðarinn og hornin svona dökk. Mér finnst það allavega über svalt. En já vildi bara láta vita af mér um sinn. Heyri í ykkur aftur bráðlega.

föstudagur, 30. maí 2008

Myndband vikunnar... og fleira.

Já halló. Ég er rosaglöð því í dag var síðasti kennsludagurinn. Vúhú. Ég á samt eftir að sakna krakkanna smá. Vikan endaði á því að við fórum upp í Íþróttahús og horfðum á nokkrar Suður-Kóreskar stelpur sýna dansa og tae kwando. Þær voru ekkert smá einlægar og bara æðislegar og ég skemmti mér vel. Síðan föðmuðu þær alla sem voru í húsinu. ALLA já.


Ég held líka að sumarið hafi komið síðdegis í dag með rigningu, svartaþoku og öllu tilheyrandi. Dæmigert. En jæja ég er að fara til Barcelona yfir verslunarmannahelgina þannig að ég hlýt að fá einhverja sól. (Voða ekki kominn júní og ég strax búin að gefa sumarið upp á bátinn).

Annars ætla ég að koma hérna með myndband vikunnar sem er að þessu sinni með snillingnum Chris Isaak. Eins og ég þoldi ekki þennan mann þegar ég var krakki. Fannst hann hræðilega hallærislegur en í dag finnst mér hann æði. Lögin hans eru æðislega falleg og skemmtileg. Go walking down there er m.a.s. eitt af uppáhaldslögunum mínum bara ever. Rockabilly gaur sko og svolítið crazy sumarlegt video.

þriðjudagur, 20. maí 2008

Myndband vikunnar

Myndband vikunnar er að þessu sinni með Supergrass sem mér finnst afskaplega vanmetin hljómsveit. Þegar ég heyrði þetta lag fyrst þá hélt ég að þetta væri gamalt lag. Það vandist svo fljótt og ég held að það sé bara jákvætt. Njótið.

mánudagur, 19. maí 2008

Myndlistarsýning, árshátíð og bara blóm...

Já það er búið að vera brjálað að gera. Síðastliðinn fimmtudag voru krakkarnir í sérdeildinni í skólanum með alveg frábæra myndlistarsýningu og seldu nær öll verkin sín. Þetta voru vatnslitamyndir, akrýl á striga, lágmyndir, leirmunir og ég veit ekki hvað og hvað og vakti þetta mikla lukku.


Síðasta vika var öðruvísi í Grunnskólanum. Ég sá um ljósmyndahóp og verð ég að segja að það komu margar frábærar ljósmyndir hjá krökkunum. Öðruvísi dögum var svo slúttað með Árshátíð á föstudagskvöldið.Brjáluð stemmning eins og sjá má. Kannski fullmikið spilað af tekknómúsík en hei, krakkarnir fíluðu það og það er það sem skiptir máli. Hverjum er ekki sama um mig.

Smá vormynd hérna í lokin. Skólinn er alveg að klárast og ég bara get ekki beðið eftir að geta farið í sólbað og labbað í bænum og halda reggea partíið sem ég ætlaði að halda í fyrra.
Ble ble.

miðvikudagur, 14. maí 2008

Myndlistarsýning

Nemendur í sérdeild Grunnskóla Vestmannaeyja verða með verk sín til sýnis og sölu í Miðstöðinni fimmtudaginn 15. maí kl. 15-18.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

þriðjudagur, 13. maí 2008

Myndband vikunnar

Já ég er svo sannarlega í sumarskapi og ætla þess vegna að demba á ykkur einu eldgömlu sumarlagi. Myndbandið er búið til með svona oldschool stop-motion aðferð en lagið er undurfallegt eftir söngvaskáldið Vashti Bunyan. Lagið heitir Just another Diamond Day og er titillag frumburðar hennar sem kom út árið 1970. Njótið undurfagurra tóna!

föstudagur, 9. maí 2008

Föstudagur

Já það líður senn að Eurovision og ég hlakka bara frekar til. Sérstaklega ef að lagið frá Spáni endurspeglar hvernig keppnin verður í ár. Ég veit ég er komin út fyrir mitt "sérfræðisvið" hérna á þessu bloggi en ég bara verð að láta fylgja með myndbandið frá Spáni. Geggjaðir dansarar þarna á bak við Hendrixinn. Mahaha! Ég held með Spáni í ár.

þriðjudagur, 6. maí 2008

Myndband vikunnar

Já myndband vikunnar er við lagið I will possess your Heart með Death Cab for Cutie. Mig langaði alveg rosalega til að fara að ferðast þegar ég var að skoða myndbandið. Æðislegt lag. Svolítið lengi að byrja en maður gleymir því fljótlega þegar maður fylgist með stelpunni ferðast um allan heiminn.
Njótið!

mánudagur, 5. maí 2008

Plants and Animals

Já það er svo sannarlega vor í lofti þessa dagana. Grasið er farið að grænka og lóan farin að syngja. Og ekkert segir meira sumar en þegar ég er farin að setja sumarplöturnar á fóninn. Þær eru nú allnokkrar en nú vil ég endilega mæla með hljómsveitinni Plants and Animals sem gaf út plötuna Parc Avenue á árinu. Frekar æðislegt.



Plants and Animals - Good Friend

En já ég hef eins og flestir verið löt við að blogga og ég eins og flestir tala sérstaklega mikið um það þegar ég blogga ekki. Eins og ég geti ekki bloggað um eitthvað annað en hvað ég blogga lítið. Maha! En það ER mikið að gera. En það er eitthvað að minnka. Myndlistin í Framhaldsskólanum er búin og endaði með sýningu sem að nokkrir strákar úr hópnum skipulögðu alveg sjálfir. Mjög gott framtak hjá þeim. Það þyrfti að gera þetta að árlegum viðburði þarna í FÍV. Gera eitthvað flott úr þessu. Svo er sýningin hjá krökkunum í sérdeildinni á næsta leyti. Hreint út sagt frábær myndlistasýning og efnilegir listamenn þar á ferðinni. Auglýsi það betur í næstu viku. Síðan er ég á fullu í að undirbúa mína fyrstu einkasýningu sem að verður í sumar. Auk þess er ég komin inn í námið sem ég sótti um. Sem sagt mikið að gera...

Segiði mér eitthvað skemmtilegt! :D


föstudagur, 18. apríl 2008

Hvar eru asísku þemadagarnir?

Jaháááá. Enn bólar ekkert á asísku listinni sem ég ætlaði að skrifa um. Það er bara allt crazy að gera. En það fer að hægjast á þessu hjá mér. Sumarið nálgast og svona. Keyrði á í morgun hahaha. Ég var sem sagt alveg nývöknuð. Úúúps. Anyways smá uppbót fyrir akkúrat enga þemadaga. Spurning hvort að það verði eitthvað af þeim. Ég er ekki alveg í ritgerðarstuði þessa dagana. En við sjáum hvað setur. Toodles...

föstudagur, 4. apríl 2008

Japanskt

Já þessar brjáluðu færslur um asíska list verða aðeins að bíða. Hef eitthvað voðalega lítinn tíma fyrir ritgerðir af þessu tagi akkúrat núna en þær koma! Sjáiði til. Læt þetta nægja handa ykkur í bili... Flettibókin Rainbow in your Hands eftir Japanann Masashi Kawamura. Og linkur ef þið viljið sjá þetta í action.

Heyrumst vonandi fljótlega.

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Nýir þemadagar

Já þessa vikuna ætla að ég að vera með asískt þema á síðunni og ætla aðeins að fjalla um asíska list, manga, anime o.s.fr.v. Það var nefnilega eitt sem ég rak mig á þegar ég var í listnámi var að það er mjög lítið kennd önnur listasaga en sú evrópska. Listasagan í Asíu og Arabíu t.d. er nefnilega mjög viðamikil en það hefur því miður bara farið alltof lítið fyrir henni. Maður lærði reyndar smá en þá voru það reyndar bara samtímalistamenn og þá sérstaklega í Ameríku. Ég ætla bara rétt að byrja þessa þemadaga með stuttu video sem ég rakst á, innblásið af hinum hefðbundnu kínversku málverkum. Málverk sem segir ljóð og hreyfist...

sunnudagur, 30. mars 2008

Duló

Já eins og þið sjáið er ég aðeins að reyna að koma síðunni minni í sæmilegt horf. Bæta við linkum á bloggara og inn á síður sem ég heimsæki daglega. Þetta fer að komast í samt lag vonandi. Annars bíð ég bara spennt eftir vorinu. Það verður mikið að gerast í vor. Ég er að undirbúa myndlistarsýningu með verkum eftir börnin í sérdeildinni í skólanum og svo mun ég nota sumarið til að undirbúa mína eigin einkasýningu. Túrilú í bili. Verð vonandi búin að semja einhvern magnaðan pistil bráðum.

fimmtudagur, 20. mars 2008

*hrollur*

Já ég get ekki sagt annað en að það er virkilega yndislegt að vera komin í páskafrí. Ekki misskilja mig... mér finnst mjög gaman í vinnunni en það er líka gott að fá frí. Ég er búin að vera mjög busy eitthvað. Gott að hvíla sig. En já ég hélt upp á páskafrísbyrjun með því að fara í menningarferð til Reykjavíkur. Og eins og sönnum Íslendingi sæmir má maður ekki gleyma Kringlunni. Sérstaklega á þessum "góðærisdögum" í fjármálaheiminum. Í Kringlunni mættu mér gotharar í tonnatali enda er Kringlan Staðurinn ef að maður er Gothari. Ég sá eina stelpu í hefðbundnum gothfötum. Svo sem ekkert óvanalegt. Hún var í svörtum buxum með einhverjum böndum sem héngu, með svart, sítt en flatt hár, gaddaól o.s.fr.v. Allt tiltölulega eðlilegt fyrir mér en svo var gellan bara með vampírutennur. Jább þið lásuð rétt. Ég býst við því að það er fólk þarna úti sem lætur fixa svoleiðis. Annars veit ég ekki hvort að þetta voru alvöru tennur, gervi alvöru tennur eða bara gervi tennur.

Ég er búin að vera mjög dugleg að spara og ákvað að spreða smá til að verðlauna mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi gert verulega góð kaup. Ekki þó í Kringlunni heldur í Kolaportinu og Spúútnik. Keypti mér nefnilega 2 kg af fötum á einungis 6 þúsund krónur og geri aðrir betur. Mæli eindregið með kílómarkaði ef ykkur bráðvantar ný föt og buddan er tóm og allir eru þunglyndir af krepputali. Ný föt gleðja hjartað *hóst* veruleikafirrt *hóst*

Síðan kíkti ég í bíó á spænsku myndina El Orfanato. Bjóst ekki við öðru en að ég yrði hrædd í bíó og sú varð raunin. Var lengi að ná mér eftir hana og mæli ég eindregið með henni. Ég gerði svo sem fullt annað líka í Reykjavík. Horfði á anime, labbaði helling. Fór í heimsókn borðaði og til að toppa allt horfði ég á Interview with the vampire.

sunnudagur, 9. mars 2008

Einkar athyglisvert

Hér er að finna grein þar sem fjallað er um hvort að Endurreisnarmálararnir hafi falið taugafræði í myndbyggingu málverka sinna. Þ.e.a.s. myndir af heilum og svoleiðis.

þriðjudagur, 4. mars 2008

Listasagan á 3:42 sek.?

Hmm get ekki sagt að það sé hægt að stikla á svo stóru en þetta er skemmtilegt engu að síður :D

Stormur

Já veðrið hér á Eyjunni er búið að vera skrítið svo ekki sé meira sagt. Þvílíkur snjór. Á sunnudaginn vaknaði ég bara frekar útsofin. Fannst það samt skrítið þar sem að það var enn kolniðamyrkur inni hjá mér. Þegar betur var að gáð sá ég að íbúðin mín var bara á kafi. Skaflarnir huldu gluggana bara og hindruðu ljósið í að gægjast inn um gluggann minn. Síðan fór ég með Erni í göngutúr um kvöldið og við skriðum bókstaflega niður Strembugötuna. Skaflarnir voru svo háir að ekki var hægt að labba ofan á þeim. Við löbbuðum síðan inn Kirkjuveginn og upp Menntaveginn og heim til mín. Smá spölur sem sagt en ferðin tók samt 1 og hálfan tíma. Er svo búin að moka mörgum tonnum af snjó. Dagurinn í dag er samt sem áður búinn að sökka. Eða meira svona sökkva eftir alla þessa ausandi rigningu. Það er allt á floti. Allstaðar!



Annars er lítið annað að frétta. Læt fylgja hér með litla mynd. Ég er algjörlega ástfangin af þessum miðli. Þ.e.a.s. Svart blek og vatnslitapappír. Það býður upp á svo mikla möguleika. Er mikið búin að mála síðustu daga. Túrilú í bili.

föstudagur, 29. febrúar 2008

Origami

Já pappírsdagarnir halda áfram en kannski er öllum bara skítsama. Sá grunur læðist að mér að það er akkúrat enginn að lesa bloggið mitt. Eða hvað...?

Hérna er annars heimasíða Robert J. Lang sem er origami snillingur. Tjéékk it!

miðvikudagur, 27. febrúar 2008

Meiri pappír

Þetta fann ég á hinni stórgóðu síðu Neatorama.

Papier...

Unusual Things Made of Paper
All Funny Stuff - Wednesday, 27 February 2008

mánudagur, 18. febrúar 2008

Á hraðferð.....



Í alvöru... sólarhringurinn þyrfti að vera svona 30 klst svo ég nái að gera allt það sem ég er með á prjónunum þessa dagana.

miðvikudagur, 13. febrúar 2008

mánudagur, 11. febrúar 2008

Hmmm...

Spurning hvort maður ætti að fara að taka smá til í vinnuskotinu hjá sér...


þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Gulur Rauður Blár

Jæja ég er bara tilnefnd sem bloggari ársins 2007 á Slinger. Hahaha. Já það er gaman að þessu. Árið 2007 var nú svona upp og ofan hjá mér. Stundum bloggaði ég og stundum ekki. Meira svona ekki. Ég veit ekki, það er eins og ég hafi misst hæfileikann til þess að skrifa (Ég tel mig allavega hafa getað skrifað smá). Og eignast einhvern nýjan hæfileika í staðinn. Já ég held það bara. Ég tók bara “tóka kóka” á þetta. Equivalent Trade. Skrifa minna. Teikna meira. Tuða minna. Sofa meira. Kannski?

En nóg um það.

Ég er nú aðallega að skrifa hérna því ég er svolítið hneyksluð og ég held að það sé kominn tími á smá diss póst hjá mér. Hér koma um það bil smá brot úr samtali sem ég varð vitni að í morgun í vibbamorgunþættinum Zúúber. Þúst hvað er með stafsetninguna? Agalega uncool.

“…Já sko það er þessi gaur Ræs Ævans (Rhys Ifans)…sem að lék þarna sko í Beverly Hills myndinni (Notting Hill). Sko hann er að deita Siennu Miller…blablabla…

…og sko Angelina Jolie kann ekki að kveikja á tölvunni sinni… Samt er hún búin að leika í bíómyndum sko þúst… Tom Rider (Tomb Raider) og þarna Mr. and Mrs. Jones. (Mr. and Mrs. Smith)”

Þúst er fólk fæðingarhálfvitar. Þetta FM rugl er náttúrulega alveg sori sorans. Og það veit bara ekki neitt. Þúst Mr. Jones. Hvað er það? Og ég neyðist svo til að hlusta á þetta í vinnunni dag eftir dag. OHHH. En ég hef fundið leið til að innbyrða eitthvað annað en þennan sora. Er búin að redda mér fullt fullt af tónlist. M.a. Strawberry Jam með Animal Collective.

Mér hefur alltaf fundist gaman að Animal Collective. Þeir eru svo skemmtilega crazy. Svona barnalega crazy eiginlega. Svo finnst mér artworkið alveg frábært á nýju plötunni. Einfalt og brutal. Með Grunnlitunum. Þúst þvílík snilld.

Og já... Kjósa... Mig... Slinger

miðvikudagur, 30. janúar 2008

Su

Já það er orðið of langt síðan að ég kom með færslu. Ég ætlaði að vera duglegri með þetta blogg en svona er þetta, það er crazy mikið að gera. Ég ætlaði að kynna ykkur listamanni sem ég kynntist í haust. Eða þúst... kynntist ekkert. Þekki hana ekki baun en hef séð verkin hennar á netinu og mér finnst þau ægifögur og ævintýraleg. Ég sem sagt kynntist verkunum hennar. Listamaðurinn heitir Su Blackwell og hún er frekar þekkt fyrir bókainnsetningar sínar sem og ýmislegt annað.

Þegar ég skoðaði verkið hennar While you were sleeping fór ég svolítið að hugsa um útskriftarverkið mitt árið 2005, þó að þau séu ekki nálægt því að vera neitt lík. Allt öðruvísi stíll og aðrar forsendur og svoleiðis. Ég hef samt alltaf verið frekar mikið fyrir svona dútl og vinnu í höndunum og það er kannski það sem mér finnst líkt við verkin. Ég er farin að sakna svolítið myndlistarinnar. Ég er ekki búin að vera dugleg síðustu 2 árin eða svo. En ég er að byrja aftur á þessu og svona. Vonandi fer þetta að koma hjá mér á næstunni.

Mér líkar við Su Blackwell :)

P.S. Ótrúlegt hvað maður finnur ekki hluti á ögurstundu. Ætlaði að koma með myndir af útskriftarverkinu en þær verða bara að koma seinna. Sumir muna kannski eftir því?

miðvikudagur, 23. janúar 2008

23. janúar

Í dag eru 35 ár síðan gos hófst í Eyjum. Ég ætla að láta fylgja með eina mynd frá nemanda mínum. Í fyrra gerðum við svona myndir í Sérdeildinni og ég verð að segja að mér finnst þær frábærar. Sérstaklega þessi:

þriðjudagur, 22. janúar 2008

zzzZZZZZZZZ...

Úff það er eitthvað svo mikið að gera hjá mér. Er endalaust að bæta á mig vinnu. Mér veitir ekki af peningnum því ég er að flytja til rvk næsta haust. Ég tók t.d. að mér MYN103 uppi í Framhaldsskóla. Svaka gaman og öðruvísi að kenna allt öðrum aldurshópum en ég geri venjulega niðri í Barnaskóla.


En þrátt fyrir að ég hafi svona mikið að gera hef ég alltaf tíma til að föndra eitthvað. Það er gaman að búa til hárbönd. :D


sunnudagur, 20. janúar 2008

"Tóka Kóka"

Undanfarna mánuði hef ég verið að horfa á Fullmetal Alchemist með kæró. Ég er svo heppin að hann á þetta allt saman og fullt fullt af öðru anime-i en svo óheppin að hann býr í Reykjavík þannig að ég hef verið að droppa inn í þetta endrum og sinnum með honum. En um helgina lauk ég við seríuna loksins og þvílík snilld. Ég er ekki frá því að þetta toppar Death Note og Berserk. Þvílík spenna og söguþráður og ég er liggur við bara ennþá með gæsahúð. Ég allaveganna fíla þetta í botn og mæli ég með þessu við hvern sem er. Við horfðum líka á Fullmetal Alchemist: Conqueror of Shamballa en það er bíómyndin sem er framhaldið af þáttunum. Myndin er ótrúlega skemmtileg líka og í henni er hægt að finna endalausar tilvísanir í Þýskaland Nasismans fyrir þá sem hafa áhuga á svoleiðis. Get lítið farið út í söguþráð myndarinnar því það verður eiginlega að horfa á þættina áður til þess að fá einhvern botn í þetta. Betra fyrir ykkur að skoða þetta betur sjálf bara ef þið viljið vita söguþráðinn betur en mér persónulega fannst frábært að vaða bara blint í sjóinn í þáttunum ;)

þriðjudagur, 15. janúar 2008

Holga



Jæja það fer að styttast í það að ég geti farið að framkalla filmu úr nýja dótinu mínu. Fékk nefnilega Holga Colour Flash í jólagjöf og myndirnar verða vonandi allsvaðalegar. Er með 120 formatta filmu og það koma bara 12 myndir. Þetta er dýrt spaug en vonandi þess virði. Ég get vonandi postað einhverjum flottum myndum bráðlega en samt ekki strax. Þarf nefnilega að framkalla þetta dót í rvk :S

mánudagur, 7. janúar 2008

Jólin búin :(

Já jólin eru búin og ég á eftir að sakna þeirra hryllilega. Hlakka hryllilega til næstu jóla og eitt er víst að ég þarf að byrja á jólaföndrinu miklu fyrr heldur en ég gerði fyrir síðustu jól. Ég gerði ekki einu sinni jólakort. Hafði lítinn tíma en vildi frekar bara njóta desember heldur en að vera í sama vanalega jólakortastressinu. En ég geri jólakort næst. En já ég gerði m.a.s. þessa jólaengla:

Þeir eru samt komnir ofan í kassa núna því miður. Ég á eftir að sakna þeirra. En hérna koma svo nokkrar myndir frá jólunum: