Ýmislegt stöff frá mér.

fimmtudagur, 29. júlí 2010

Þjóðhátíðarbaksturinn



Jæja þá er ég búin að baka möffinsið í dalinn. Súkkulaði möffins með bleiku glimmeri. Mmmm scrumptious. Á svo bara eftir að setja krem á Kökuna góðu. Mmm Mmm mmmm.

miðvikudagur, 28. júlí 2010

Fuji instax

Jæja ég er nú hálfgerður myndavélasafnari orðinn. Elska myndavélar og elska hversu fjölbreytilegan karakter þær sýna. Ég var heavy svekkt þegar ákveðið var að hætta framleiðslu Polaroid filmanna. Yndislega fallegar filmur með svona retro blæ. En ég heyrði um daginn að það væri byrjað að framleiða þær aftur og bíð spennt eftir því að þær komi í búðir. En um leið og Polaroid filmurnar voru hættar að koma af færibandinu greip Fuji tækifærið og byrjaði að framleiða instant myndavélar eða Fuji Instax. Rétt eins og Polaroid eru myndirnar alveg rosalega fallegar og mig langar í eina svona.





Svo sjáum við hérna hversu fallegar þessar myndir eru.


Þjóðhátíð vííí



Omg þetta er alveg að fara að bresta á. Maður er búið að kaupa allt búsið shiiiit. Er tilbúin með gírinn minn og græjurnar mínar. Síðan á ég bara eftir að baka þjóðhátíðarkökuna og þjóðhátíðarmöffinsið sem að er hægt að nálgast í tjaldinu okkar á Lundaholum eitthvað. Man ekki hvað. En ég held ég verði bara spök í kvöld og á morgun. Þegar maður er komin á þennan aldur hefur maður ekki orku í mikið meira en 3 daga.



sunnudagur, 25. júlí 2010



Jæja þá er maður kominn til Vestmannaeyja og byrjaður að undirbúa Þjóðhátíðina. Spreytti mig í fyrsta skipti á flatkökubakstri. Ég reyndar gerði lítið hahaha. Var svona eins og lærlingur hjá mömmu og Öddu. Þær eru búnar að vera að læra þetta af ömmu minni í gegnum árin og afi hjálpaði líka til að hræra og svona. Þetta er hörkupúl og ekki laust við að maður sé með væga reykeitrun eftir þetta, en Adda og mamma fóru létt með þetta, enda báðar hörkupíur. Ég var bara að aðstoða, hengdi út þvott og svona og taka myndir hehe.

Mér finnst þessi vika alltaf svo skemmtileg. Þ.e.a.s. vikan fyrir Þjóðhátíð. Allir að undirbúa; mála tjaldsúlurnar, viðra tjaldið sjálft, byrja að smyrja nesti og svona. Svo tekur maður skemmtilegan rúnt í dalinn til að sjá hvernig gengur þar. Úff þetta eru svo spennandi og skemmtilegir tímar.







Svo var bara að njóta aðeins árangurs erfiðisins. Maður verður nú að smakka á flatkökunum enda nóg af þeim. Þetta urðu eitthvað 100 flatkökur eða tveir svona flatkökuturnar.

þriðjudagur, 20. júlí 2010

Suspiria

Ég fjallaði aðeins um The Fall hérna um daginn sem er ein af uppáhaldsmyndunum mínum. Þær eru nú orðnar nokkuð margar mínar uppáhalds og þ.á.m. er Suspiria frá 1977 eftir ítalska hrollvekjuleikstjórann Dario Argento. Þessi mynd er mikill áhrifavaldur hjá mér sér í lagi vegna þess hversu mikið augnakonfekt hún er. Lýsingin er alveg sér á parti sem og settið sem er alveg gegnsýrt af Art Nouveau arkitektúr og innanstokksmunum. Algjör fjársjóður fyrir mig semsagt þar sem ég er mikil áhugamanneskja um Art Nouveau eða Jugend stil eins og það heitir á þýsku.

En aftur að myndinni sem fjallar um unga stúlku sem er að byrja í balletskóla en fer eftir smá tíma að gruna að ekki sé allt með felldu hjá skólastýrunni og hennar fólki.

Kvikmyndatakan er algjört æði og lýsingin og hafði Dario Argento látið kvikmyndatökumanninn Luciano Tovoli fá heimaverkefnið að stúdera litina í Mjallhvít og dvergarnir sjö frá 1937 og aðlaga það að þessari mynd.

Það sem er skrítnast við myndina er leikurinn og handritið. Leikararnir höfðu flestir annað tungumál en ensku sem móðurmál og var þess vegna myndin döbbuð þegar tökum var lokið. Samtölin í myndinni eru líka barnsleg og kjánaleg en upphaflega hafði handritið verið skrifað með það í huga að ballerínurnar í skólanum væru um 12 ára gamlar. Framleiðendurnir vildu það ekki sökum hrottalegs ofbeldis í myndinni gagnvart nemendunum í ballettskólanum, þannig að persónurnar í myndinni voru gerðar eldri án þess þó að breyta handritinu á nokkurn hátt. Fyrir vikið hljóma leikararnir eins og þeir séu alveg nett útúrdópaðir og kexaðir. Frekar spes.

Það sem setur svo punktinn yfir i-ið er svo tónlistin í myndinni sem er eftir Goblin. Mest scary tónlist ever.


Ég ætla líka einhvern tímann að eignast þessa páfuglastyttu hérna fyrir ofan. Gordjöss.

sunnudagur, 18. júlí 2010

Sumar

Oh já ég er loksins komin í langþráð sumarfrí og auk þess búið að vera geggjað veður alveg allan tímann. Það er allt að gerast. Var að gæsa vinkonu mína um helgina sem var frekar mikið stuð síðan kom ég til Eyja í gær til mömmu og pabba. Maður verður aldrei svangur hérna í Eyjum. Alltaf búið að baka og elda eitthvað gott. Dýrka það.

Svo er ég bara búin að liggja í leti og sólbaði.

Smá myndir líka úr garðinum hjá mömmu. Hlakka til að smakka uppskeruna hjá henni.



Mmm hlakka til þegar jarðarberin eru orðin rauð og svo eru líka gulrætur og rifsber sem mamma býr stundum til sultu úr. *slurp*



Og svo þessi fallega morgunfrú... og stuttu síðar.



Jæja njótiði sumarsins. Kem með fleiri færslur í vikunni af dótinu sem ég er að búa til. Klúta og boli og síðan ætla ég að vera með lundaþema fyrir þjóðhátíðina. Toodles.