Ýmislegt stöff frá mér.

sunnudagur, 31. ágúst 2008

En já...

Já ég er flutt í Reykjavíkina og líður vel þar. Skólinn byrjaði í síðustu viku og á nýnemakynningunni þurftum við að semja dans og sýna hann... Já ég er ekki að grínast. Ég samdi alveg minn dans og það og svo þegar tónlistin byrjaði þá bara fraus ég. Við áttum að dansa nokkrum sinnum við mismunandi tónlist og túlka dansinn okkar eftir tónlistinni. Úff. Greinilegt hverjir voru að byrja í leiklist og hvaða stelpur voru einhverjar listdanspíur. Ekkert nema píróett og læti. En skólinn sjálfur er samt skemmtilegur. Spennandi fólk og svona. En já svona til að létta lund ykkar á sunnudegi sem er afar þunnur finnst mér þá er eitt hérna sem er ógeðslega fyndið. Maður spyr sig hvort þetta sé einn og sami maðurinn í mismunandi víddum??

þriðjudagur, 19. ágúst 2008

plöh

Jæja það fer brátt að líða að leiðindunum, þ.e.a.s. flutningunum. Mér finnst ekkert leiðinlegra en að flytja draslið mitt. Pakka því niður bara til þess að taka það upp aftur á öðrum stað. Svo er alltaf eitthvað sem að eyðileggst. En já vonandi reddast þetta nú samt. Búin að panta bíl þannig að þetta er allt að koma. Annars lítið að frétta. Er bara afskaplega fegin að hafa ekki mætt í vinnu í gær múhahaha. Það að búa í 101 leggst mjög vel í mig. Hef reyndar búið þar áður og það er ofsalega gott að geta labbað hvert sem maður vill. Auk þess keypti ég mér svo fallegt hjól sem ég ætla að vera dugleg að nota. En nú ætla ég bara að halda áfram að drepa tímann fram að flutningum. Horfa á Ólympíuleikana á fullu. Verð samt að kvarta yfir hve lítið er sýnt frá fótbolta. Ömurlegt. Frekar er sýnt frá þúst Litháen - Brasilía í körfubolta eða eitthvað álíka. Hverjum er ekki sama um það?

Svo eiga systur mínar 2 afmæli í dag! Til hamingju með afmælið systur :D

Túrilú

fimmtudagur, 14. ágúst 2008

Quadrosables

Hola Amigos
Já ég er komin frá Barcelona og er hress og tönuð. Það var rosalega heitt úti og gott veður og við notuðum tímann alltaf í eitthvað annað en sólbað. Þegar svo loksins átti að fara á ströndina þá var skýjað. Ömó en ég er samt sem áður leðurtönuð. Langt síðan að ég verið svoleiðis. Ég verslaði og verslaði fyrir allan peninginn minn úti. Bætti fötum við í safnið mitt. Hef samt miklar áhyggjur af því að nýju fötin mín komist ekki fyrir í þetta safn þar sem það er orðið of stórt. Annars er Barcelona afskaplega falleg borg. Það er greinilegt að hvert smáatriði hefur verið úthugsað. Stéttarnar eru m.a.s. flúraðar. Við skoðuðum slatta þarna úti. Hefðum samt getað skoðað meira en hey ég var í fríi og nennti ekki að gera of mikið. Við skoðuðum Gaudi garðinn og safnið. Garðurinn var æði og síðan var Sagrada Familía rosaleg. Eins og bygging á annarri plánetu. Ég læt fylgja með nokkrar myndir frá ferðinni. Aðallega Gaudi garðinum og La Bocceria sem er geggjaður matarmarkaður. Ég var alveg hugfangin þar inni. Þúst sjáiði allt nammið. Svo litríkt og fallegt.