Ýmislegt stöff frá mér.

föstudagur, 25. júní 2010Jæja gott fólk. Ég er á fullu í að undirbúa handverksmarkað sem verður um næstu helgi. Það verður svaka stuð og þarna verða hæfileikaríkar píur að sýna og selja stöffið sem þær eru að gera. Ég verð með ýmislegt, eins og t.d. skartgripi úr blúndum, plasti og fjöðrum, síðan verð ég með allskonar slaufuspennur og verð líka með herra og barnalínu í slaufunum. Verð líka með myndir og boli og samfellur fyrir börn. Og reyndar fullt fleira. Þetta verður allt auglýst nánar síðar. En hérna koma nokkrar myndir in the meanwhile svona til að "létta ykkur lund".
sunnudagur, 13. júní 2010
ómægod hvað þetta eru fallegir skór shit.


Getið kíkt á fleiri fallegri skó hérna

Sjónvarpsgláp

Já já maður hefur ekki setið auðum höndum í sjónvarpsglápi nú um helgina. Kannski bara eins gott. Veik á fös og þá er ekki mikið hægt að gera annað en að glápa og svo rigning í gær. Horfa horfa. Og svo heldur sjónvarpsglápið áfram í dag. Serbía - Ghana. Hlakka nú ekkert svakalega mikið til að horfa á hann en hey! Þetta er fótbolti og ég er ekki enn búin að finna mér lið til að halda með. Verð að finna mér eitthvað skemmtilegt lið til að halda með. Ótrúlegt hvað ég finn mér alltaf tilvalið lið til að halda með en svo bara komast þau ekkert á næstu mót þannig að ég þarf alltaf að finna mér eitthvað nýtt. En já svo er Ástralía - Þýskaland í kvöld. En fótboltinn er ekki það eina um helgina því í kvöld byrjar líka 3. serían í True blood Jeiiii.

laugardagur, 12. júní 2010

Markaður

Jæja maður er ekki fyrr búinn að halda stóra sýningu en maður er farinn að plana næsta gigg. Já, ég er alveg ofvirk. Get bara ekki verið kyrr. En já giggið er handverksmarkaður sem ég og fleiri góðar píur verða með um goslokahátíðina. Ég er farin að hlakka mikið til....bleikt hár. Geggjað flott. Og svo falleg mynd líka. Hún lítur út eins og candy floss.


föstudagur, 11. júní 2010

Nýtt

Nú ætla ég að fara að vera dugleg. M.a.s. búin að posta tvisvar í dag. En ég var að búa til bannera fyrir mismunandi viðfangsefni hjá mér. Eins og þið vitið þá læt ég mig ekkert óviðkomandi.

Sumar

Mmm sumarið er komið og ég vildi að ég gæti bara verið í Eyjum í sólinni. Þ.e.a.s. ef það er sól í sumar. En ég verð þar eiginlega allar helgar sem er frábært. Ég er víst að fara í skóla í haust og þá ætti líka að gefast meiri tími í að vinna við myndlist og svoleiðis. Ég hef voðalega lítið nennt þessu eftir vinnu í vetur en ég hef bara pínt mig í það. Og ég ætla að vera mega dugleg með þetta blogg. Swear! B.t.w. hér koma nokkrar polaroid myndir frá einhverju sumrinu í Eyjum. Mega gott veður og fallegt eins og alltaf. Talandi um polaroid þá sá ég einhverja frétt um daginn að þær væru að koma aftur. Guð blessi þann sem er að fara að framleiða aftur þessar fallegu filmur.laugardagur, 5. júní 2010

Fyrir þau ykkur sem ekki vita þá elska ég blöðrur. Ég ætla að fara í Eymundsson í dag (Það er verið að opna nýja Eymundsson búð hérna í Eyjum) og ég ætla að sníkja blöðru. Vonandi fæ ég eina... þrátt fyrir að ég sé orðin fullorðin.