Ýmislegt stöff frá mér.

fimmtudagur, 30. september 2010

Í spilaranum


Síðustu daga hef ég verið að hlusta á plötuna Innerspeaker með hljómsveitinni Tame Impala. Algjör eðal plata. Svona psychedelískt rokk og minnir mig svoldið á Hawkwind stundum. Mæli eindregið með þessari sveit. Ég allavega hlusta ekki á annað þessa dagana.


Tame Impala - Solitude is Bliss Smá myndband en Ath! Ekki fyrir viðkvæma dýraunnendur. :S

miðvikudagur, 29. september 2010

Whoop whoop

Jæja fólkið langt síðan að ég hef látið í mér heyra. Vá ég bara hætti í vinnunni minni, byrjaði í skóla, byrjaði aftur í vinnunni minni og það er brjálæðislega mikið að gera. Elska það. Dreymir svo steikt þá. Er að spá í að koma með svona steikta draumapistla eins og ég gerði í den þegar ég var hálf nuts. En já ég stefni svo að því að koma með eitthvað smá á hverjum degi. Verð að vera með eitthvað prógram svo ég geri eitthvað.
En já ég er semsagt aftur komin í LHÍ. Ótrúlegt hvað maður leitar alltaf aftur þangað enda frekar kósý þar. Gaman að sitja í kaffiteríunni og ræða heimsmálin við samnemendur mína.