Ýmislegt stöff frá mér.

föstudagur, 22. október 2010


Þessa dagana langar mig eitthvað svo hryllilega í háa hæla með loði. Veit það... þetta eru eins og jólakuldaskór.


Sorrí ég er alveg gríðarlega andlaus eitthvað þessa dagana.... þetta hlýtur að fara að koma.

föstudagur, 8. október 2010

OH ég verð að segja að það var gott að fá smá útrás í dag. Langt síðan að ég hef verið svona ópen í tali. Treystið mér það hefur enginn gott af því að vera of penn. Ef maður gerir ekkert í uppsöfnuðum pirringi getur maður verið ógn við samfélagið og sjálfan sig. Ekki gott. Betra að fá útrás fyrir pirringnum á einhverjum svona pappakassabílagaurum.

Góða helgi :)


Betra seint en aldrei!

Ókei hér kemur síðbúið fokkmerki til ökufantanna sem að bipuðu á mig í dag þegar ég var að keyra í skólann. Og ekki bara einn heldur fokking tveir. Vá hvað ég þoli ekki svona vinstri akreinar-fasista sem þykjast eiga götur borgarinnar. Ókei ég ætla bara svona að kasta þessu fram en það má vera að aðrir en svona tappar eins og þið megi keyra á vinstri akreininni. Kannski t.d. þeir sem eru að fara að beygja til vinstri. Alveg eins og ég var við það að gera! Þið keyrðuð bara aðeins of hratt til að sjá stefnuljósið og fokkmerkið mitt til ykkar. En hér kemur það *fokkjú*! Bara svona að ganga úr skugga um að þið hafið lesið það. Hálfvitar!!!

þriðjudagur, 5. október 2010

Á sjó/ Breki

Já ég kíkti á RIFF um helgina og sá mynd sem ég hef ætlað að sjá lengi. Myndina Breki eftir Harald Ara Karlsson sem ég held að sé lokaverkefni hans úr Kvikmyndaskóla Íslands. Haraldur Ari frumsýndi myndina í bæjarbíóinu í Eyjum í sumar en ég fór ekki á hana sökum... höhömm... þynnku en nú notaði ég tækifærið því hún var sýnd á RIFF og þess vegna alveg einstakt tækifæri sem ég vildi alls ekki missa af aftur.

Myndin Á sjó eftir Sigurð Sverri Pálsson var sýnd á undan og fannst mér það alveg frábær upplifun líka. Myndin er tekin 1991 og fjallar um leikara, Valdimar Örn Flygenring sem ræður sig á sjó í 10 daga til að æfa sig fyrir kvikmynd sem hann er að fara að leika í og á að gerast um borð í togara. Myndin er svona blanda af leik og bara daglegu lífi um borð og eru allir "leikararnir" í alvöru áhöfnin á Breka VE. Á sjó gerist um borð í Breka og er pabbi Haralds Ara mikið í mynd í henni. Einu og hálfu ári eftir að tökum á myndinni lauk þá ferst pabbi Haralds Ara þegar hann fellur útbyrðis og myndin var aldrei almennilega kláruð fyrr en einhverjum árum seinna.
Eins og ég sagði áðan þá er Breki lokaverk Haralds Ara úr Kvikmyndaskóla Íslands og þar gerir hann upp fráfall pabba síns. Hilmar Oddsson leikstýrir þessari stuttmynd og Valdimar Örn Flygenring leikur síðan sálfræðing Haralds Ara í myndinni. Kvikmyndatakan er mjög sérstök í myndinni og er svona frekar óræð eins og um minningu sé að ræða og nálgunin er einlæg og barnsleg en Haraldur Ari var einmitt 5 ára þegar pabbi hans féll útbyrðis. Myndin er mjög áhrifamikil og hefur líka Á sjó mikið um að segja þar. Það var mikið af Vestmannaeyingum í bíósalnum og andrúmsloftið var hálfrafmagnað og ekki ólíklegt að myndirnar báðar hafi snert viðkvæma strengi hjá mörgum sem þar voru.


Þetta var frábær upplifun í alla staði. Fyrri myndin er góð heimild um sjómannslífið sem er að vissu leyti orðið hálf ósýnilegt hér á landi og þá sérstaklega í höfuðborginni þar sem sjómenn eru fáheyrðir. Ég hlakka líka til að sjá hvað Haraldur Ari ætlar að gera í framtíðinni. Hann er nú mikið að vinna í Leikfélagi Vestmannaeyja bæði við leik og leikstjórn en ég bíð spennt eftir því að sjá fleiri myndir frá honum. Hæfileikapiltur á ferðinni hér.


mánudagur, 4. október 2010

4. október afmælisdagur afa - Nýtt prójekt

Í dag hefði afi minni Tryggvi Jónasson orðið 81 en hann dó í fyrra stuttu eftir áttræðisafmælisdaginn sinn. Afi minn var aktívur með meiru, bæði í félagslífinu sem og listalífinu. Hann var stofnandi Kiwanisklúbbsins Helgafells í Eyjum og starfaði lengi í stjórn klúbbsins. Hann spilaði með Lúðrasveit Vestmannaeyja í mörg ár á túbu og ferðaðist með þeim um landið og heiminn að spila. Hann tók auk þess þátt í mörgum góðum verkum og starfaði fyri t.d. Hjartavernd. Auk þess var hann mjög listrænn. Hann var náttúrulega mjög músíkalskur en hann hafði líka mikinn áhuga á kvikmyndatöku. Hann átti nokkrar video vélar og ég erfði allar græjurnar hans eftir að hann dó. Þ.á.m. 8mm vél og super 8mm vél rosalega fallegar en ég hef bara því miður en ekki komið í gagnið. Ég fékk líka prójektor og sýningartjald og ég á góðar minningar frá því ég var lítil þegar við horfðum á kvikmyndir frá afa uppi á lofti. Auk þess fékk ég vél til að splæsa saman filmur og allt filmusafnið hans en hann var búinn að láta það yfir á tölvutækt form og það er hvorki meira né minna en 60GB af efni. Miklar heimildir frá mannlífinu í Vestmannaeyjum, Lúðrasveitinni og myndir af fjölskyldunni í fríi. Afi var líka listmálari og málaði mikið myndir af Eyjum. Úteyjunum, fjöllunum og mannlífinu. Ég fékk eina ókláraða mynd og hún hefur fengið það hlutverk að vera nýja prójektið mitt því ég hafði hugsað mér að klára þessa mynd af Heimakletti, Miðkletti og Ystakletti og er það eina myndin held ég sem hann kláraði ekki. Nú hef ég það hlutverk að klára það og ætla að taka til óspilltra málanna næstu daga.
Sakna þín afi. :)

Splice

Ég hef alltaf verið mikið fyrir svona vísindahrollvekjur. Er búin að vera að bíða svolítið lengi eftir einni svoleiðis í dálítinn tíma en aldrei neitt gerist eiginlega. Síðan heyrði ég af Splice. Hún kom reyndar út árið 2009 en ég hef aldrei náð að redda mér henni í góðum gæðum og ekki er hún á leiðinni í bíó hérna eða það held ég allavega ekki. Sarah Polley og Adrian Brody leika aðalhlutverkin eða tvo unga vísindamenn sem eru að vinna að byltingarkenndri rannsókn sem byggir á því að splæsa saman DNA frá annarsvegar manneskju og hinsvegar frá dýrum þannig að útkoman verður nokkurs konar kímera. Þessi nýja lífvera dafnar og þroskast mjög hratt og breytist fljótlega í hættulega vængjaða kímeru.
Myndin kom mér alveg skemmtilega á óvart. Bjóst svo sem ekkert við einhverju brjáluðu en hún var alveg nett ógeðsleg og spennandi. Alveg eins og ég vil hafa það. Sjáiði bara sjálf.

sunnudagur, 3. október 2010


Oh mig langar aðeins of mikið í nýja skó. Sérstaklega frá Jeffrey Campbell. Svo skrítnir skór að ég elska það. Sérstaklega þessir brúnu. Væri til í svoleiðis fjólubláa eða eitthvað. Spurning samt hvernig þeir myndu eldast á mér. Ég get eiginlega ekki ákveðið mig hvort mig myndi langa í þessa brúnu eða þessa bláu fyrir neðan. Báðir alveg geggjaðir. En það er samt ekkert að fara að gerast í bráð. Eða bara gerast yfirhöfuð þannig að ég hef ákveðið að eignast bæði pör í draumaheiminum mínum.