Ýmislegt stöff frá mér.

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Gulur Rauður Blár

Jæja ég er bara tilnefnd sem bloggari ársins 2007 á Slinger. Hahaha. Já það er gaman að þessu. Árið 2007 var nú svona upp og ofan hjá mér. Stundum bloggaði ég og stundum ekki. Meira svona ekki. Ég veit ekki, það er eins og ég hafi misst hæfileikann til þess að skrifa (Ég tel mig allavega hafa getað skrifað smá). Og eignast einhvern nýjan hæfileika í staðinn. Já ég held það bara. Ég tók bara “tóka kóka” á þetta. Equivalent Trade. Skrifa minna. Teikna meira. Tuða minna. Sofa meira. Kannski?

En nóg um það.

Ég er nú aðallega að skrifa hérna því ég er svolítið hneyksluð og ég held að það sé kominn tími á smá diss póst hjá mér. Hér koma um það bil smá brot úr samtali sem ég varð vitni að í morgun í vibbamorgunþættinum Zúúber. Þúst hvað er með stafsetninguna? Agalega uncool.

“…Já sko það er þessi gaur Ræs Ævans (Rhys Ifans)…sem að lék þarna sko í Beverly Hills myndinni (Notting Hill). Sko hann er að deita Siennu Miller…blablabla…

…og sko Angelina Jolie kann ekki að kveikja á tölvunni sinni… Samt er hún búin að leika í bíómyndum sko þúst… Tom Rider (Tomb Raider) og þarna Mr. and Mrs. Jones. (Mr. and Mrs. Smith)”

Þúst er fólk fæðingarhálfvitar. Þetta FM rugl er náttúrulega alveg sori sorans. Og það veit bara ekki neitt. Þúst Mr. Jones. Hvað er það? Og ég neyðist svo til að hlusta á þetta í vinnunni dag eftir dag. OHHH. En ég hef fundið leið til að innbyrða eitthvað annað en þennan sora. Er búin að redda mér fullt fullt af tónlist. M.a. Strawberry Jam með Animal Collective.

Mér hefur alltaf fundist gaman að Animal Collective. Þeir eru svo skemmtilega crazy. Svona barnalega crazy eiginlega. Svo finnst mér artworkið alveg frábært á nýju plötunni. Einfalt og brutal. Með Grunnlitunum. Þúst þvílík snilld.

Og já... Kjósa... Mig... Slinger

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga í Súper sem forseta!

Nafnlaus sagði...

NEI!