Já þessa vikuna ætla að ég að vera með asískt þema á síðunni og ætla aðeins að fjalla um asíska list, manga, anime o.s.fr.v. Það var nefnilega eitt sem ég rak mig á þegar ég var í listnámi var að það er mjög lítið kennd önnur listasaga en sú evrópska. Listasagan í Asíu og Arabíu t.d. er nefnilega mjög viðamikil en það hefur því miður bara farið alltof lítið fyrir henni. Maður lærði reyndar smá en þá voru það reyndar bara samtímalistamenn og þá sérstaklega í Ameríku. Ég ætla bara rétt að byrja þessa þemadaga með stuttu video sem ég rakst á, innblásið af hinum hefðbundnu kínversku málverkum. Málverk sem segir ljóð og hreyfist...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli