laugardagur, 27. desember 2008
Ja hérna. Ég held að það hafi aldrei liðið svona langur tími á milli blogga hjá mér. Ég er upptekin manneskja. Skólinn hefur gengið ágætlega og það er mikið að gera. Ég er búin að vera blönk í allt haust þannig að ég hef verið að vinna 2 vinnur með skólanum. Annars vegar að bera út dagblað og vinna á frístundaheimilinu Glaðheimum. Ég er nú hætt að bera út blaðið sökum svefnskorts. Það er svolítið mikið á mann lagt að vakna kl. 4 - 5 og bera út, fara svo í skólann, fara svo beint í vinnu, í ræktina (þegar ég nenni), heim að elda, læra, fara að sofa loksins um og eftir miðnætti og vakna svo aftur kl. 4. Úff. Eltist líka um 10 ár eða eitthvað í haust. En ég hef samt sem áður heilsuna sem er gott. Er bara að njóta lífsins í eyjum. Ó já.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli