Ýmislegt stöff frá mér.

fimmtudagur, 29. janúar 2009

Plögg

Úff það er svo fallegt úti. Trén eru öll útí snjó og líta út eins og bómullarhnoðrar. Sólin skín og það er algert logn. Mmmm. En já ég er á fullu. Ég þarf að skila kennsluáætlun á morgun, klára 2 myndir sem ég er að selja, undirbúa sushi kvöld, taka til og fleira og fleira.

En já bara að láta vita: Ég fer að posta fleiri myndum af verkunum mínum og svona því sem ég er að gera þessa dagana. Ég mála eftir pöntun og ýmislegt. Einhvern veginn verður maður að meika money þessa dagana.

laugardagur, 24. janúar 2009

Metamorphosis

Jæja ég hef tekið þá mikilvægu ákvörðun að halda mínu striki hér á þessu bloggi mínu. Ég hef verið afskaplega léleg við þetta undanfarið ár og ég viðurkenni hér með fúslega að eftir að ég byrjaði með kærastanum varð ég bara boring. Kærastinn minn er samt skemmtó. En í alvöru. Af hverju í fjandanum verður maður svona leiðinlega vanafastur þegar maður byrjar í sambandi? Ég geri bókstaflega ekkert um helgar. Eða jú ég horfi á video, sef, læri og prjóna. Hversu leiðinlegur getur maður verið? Og ég er ógeðslega léleg að heimsækja fólk.En þessa dagana er ég að taka líf mitt rækilega í gegn og ég ætla að vera iðin við skrif. Ég meina ég hef helling að segja ykkur og sýna og ég hef þess vegna ákveðið að skríða upp úr minni andlegu holu loksins. Kannski einhver lesi mann...