Ýmislegt stöff frá mér.

sunnudagur, 5. apríl 2009

Alfreð Flóki

Jæja mig langar bara að minna ykkur á sýninguna hans Alfreðs Flóka í Hafnarhúsinu, Skuggadrengur - Heimur Alfreðs Flóka. Þetta er alveg frábær sýning og þarna fann ég mér íslenskan listamann sem ég get loks haft dálæti af. Ég nefnilega vissi ekkert hver hann var fyrr en ég sá umfjöllun um þessa sýningu en það er kannski ekkert skrítið því það er stórt gap í umfjöllun um hann í fjölmiðlun allt frá því að hann dó. Ég hef sjálf mikið gert pennamyndir og loksins íslenskur myndlistamaður sem ég get fílað í tætlur. Myndirnar hans eru óhuggulegar og erótískar í senn. Þær minntu mig svolítið á ætiþrykkið hans Albrecht Dürer sem ég hef alltaf haft dálæti á. Þrungnar táknum og svolítið melankólískar. Það er líka fjallað svolítið um hann sem persónu og það er heill salur með sjálfsmyndum hans sem og viðtölum og blaðagreinum um hann sem birtust í Vísi, Þjóðviljanum og fleiri blöðum á þessum tíma þegar hann var hvað vinsælastur. Maður getur einnig hlustað á viðtöl við hann í gegnum headphones sem koma út úr veggnum og það er gaman að heyra hvað var um að vera í kollinum á honum. Frábær sýning sem ég mæli með. Hún stendur held ég til 10. maí og Sjón er sýningarstjóri.
Tjékk it!

Engin ummæli: