Jæja þá er Þjóðhátíð lokið og í tilefni af gay pride næstu helgi ætla ég að sýna ykkur bakstur helgarinnar. Algjörlega huge köku, 6 hæða svampbotnaköku í Gay Pride litunum með alveg scrumptious smjörkremi. Mmm Mmm mmm. Gríðarlega heilsusamlegt. Enda ekki mikið um neitt heilsusamlegt þessa helgi ársins. Er nú þegar búin að panta mér ferð til útlanda á sama tíma að ári. Eða þannig. Kannski best bara að byrja að safna fyrir ferð fyrst.
1 ummæli:
ef það væri til superman í heimi kaka, þá væri þessi kaka hann.
Skrifa ummæli