Ýmislegt stöff frá mér.

miðvikudagur, 30. janúar 2008

Su

Já það er orðið of langt síðan að ég kom með færslu. Ég ætlaði að vera duglegri með þetta blogg en svona er þetta, það er crazy mikið að gera. Ég ætlaði að kynna ykkur listamanni sem ég kynntist í haust. Eða þúst... kynntist ekkert. Þekki hana ekki baun en hef séð verkin hennar á netinu og mér finnst þau ægifögur og ævintýraleg. Ég sem sagt kynntist verkunum hennar. Listamaðurinn heitir Su Blackwell og hún er frekar þekkt fyrir bókainnsetningar sínar sem og ýmislegt annað.

Þegar ég skoðaði verkið hennar While you were sleeping fór ég svolítið að hugsa um útskriftarverkið mitt árið 2005, þó að þau séu ekki nálægt því að vera neitt lík. Allt öðruvísi stíll og aðrar forsendur og svoleiðis. Ég hef samt alltaf verið frekar mikið fyrir svona dútl og vinnu í höndunum og það er kannski það sem mér finnst líkt við verkin. Ég er farin að sakna svolítið myndlistarinnar. Ég er ekki búin að vera dugleg síðustu 2 árin eða svo. En ég er að byrja aftur á þessu og svona. Vonandi fer þetta að koma hjá mér á næstunni.

Mér líkar við Su Blackwell :)

P.S. Ótrúlegt hvað maður finnur ekki hluti á ögurstundu. Ætlaði að koma með myndir af útskriftarverkinu en þær verða bara að koma seinna. Sumir muna kannski eftir því?

miðvikudagur, 23. janúar 2008

23. janúar

Í dag eru 35 ár síðan gos hófst í Eyjum. Ég ætla að láta fylgja með eina mynd frá nemanda mínum. Í fyrra gerðum við svona myndir í Sérdeildinni og ég verð að segja að mér finnst þær frábærar. Sérstaklega þessi:

þriðjudagur, 22. janúar 2008

zzzZZZZZZZZ...

Úff það er eitthvað svo mikið að gera hjá mér. Er endalaust að bæta á mig vinnu. Mér veitir ekki af peningnum því ég er að flytja til rvk næsta haust. Ég tók t.d. að mér MYN103 uppi í Framhaldsskóla. Svaka gaman og öðruvísi að kenna allt öðrum aldurshópum en ég geri venjulega niðri í Barnaskóla.


En þrátt fyrir að ég hafi svona mikið að gera hef ég alltaf tíma til að föndra eitthvað. Það er gaman að búa til hárbönd. :D


sunnudagur, 20. janúar 2008

"Tóka Kóka"

Undanfarna mánuði hef ég verið að horfa á Fullmetal Alchemist með kæró. Ég er svo heppin að hann á þetta allt saman og fullt fullt af öðru anime-i en svo óheppin að hann býr í Reykjavík þannig að ég hef verið að droppa inn í þetta endrum og sinnum með honum. En um helgina lauk ég við seríuna loksins og þvílík snilld. Ég er ekki frá því að þetta toppar Death Note og Berserk. Þvílík spenna og söguþráður og ég er liggur við bara ennþá með gæsahúð. Ég allaveganna fíla þetta í botn og mæli ég með þessu við hvern sem er. Við horfðum líka á Fullmetal Alchemist: Conqueror of Shamballa en það er bíómyndin sem er framhaldið af þáttunum. Myndin er ótrúlega skemmtileg líka og í henni er hægt að finna endalausar tilvísanir í Þýskaland Nasismans fyrir þá sem hafa áhuga á svoleiðis. Get lítið farið út í söguþráð myndarinnar því það verður eiginlega að horfa á þættina áður til þess að fá einhvern botn í þetta. Betra fyrir ykkur að skoða þetta betur sjálf bara ef þið viljið vita söguþráðinn betur en mér persónulega fannst frábært að vaða bara blint í sjóinn í þáttunum ;)

þriðjudagur, 15. janúar 2008

Holga



Jæja það fer að styttast í það að ég geti farið að framkalla filmu úr nýja dótinu mínu. Fékk nefnilega Holga Colour Flash í jólagjöf og myndirnar verða vonandi allsvaðalegar. Er með 120 formatta filmu og það koma bara 12 myndir. Þetta er dýrt spaug en vonandi þess virði. Ég get vonandi postað einhverjum flottum myndum bráðlega en samt ekki strax. Þarf nefnilega að framkalla þetta dót í rvk :S

mánudagur, 7. janúar 2008

Jólin búin :(

Já jólin eru búin og ég á eftir að sakna þeirra hryllilega. Hlakka hryllilega til næstu jóla og eitt er víst að ég þarf að byrja á jólaföndrinu miklu fyrr heldur en ég gerði fyrir síðustu jól. Ég gerði ekki einu sinni jólakort. Hafði lítinn tíma en vildi frekar bara njóta desember heldur en að vera í sama vanalega jólakortastressinu. En ég geri jólakort næst. En já ég gerði m.a.s. þessa jólaengla:

Þeir eru samt komnir ofan í kassa núna því miður. Ég á eftir að sakna þeirra. En hérna koma svo nokkrar myndir frá jólunum:



fimmtudagur, 3. janúar 2008

Heim á ný!

Halló góðir lesendur og gleðilegt ár. Ég er semsagt komin aftur með nýtt og betra blogg. Nú þurfiði ekki að lesa tilgangslausa og innihaldslausa bullið í mér. Þess í stað ætla ég að vera með blogg um það sem ég er best í... myndlist, ljósmyndun, hönnun og um allt sem mér þykir skemmtilegt, sniðugt og fallegt.

Hérna eru samt nokkrar myndir frá áramótunum.