Ýmislegt stöff frá mér.

sunnudagur, 20. janúar 2008

"Tóka Kóka"

Undanfarna mánuði hef ég verið að horfa á Fullmetal Alchemist með kæró. Ég er svo heppin að hann á þetta allt saman og fullt fullt af öðru anime-i en svo óheppin að hann býr í Reykjavík þannig að ég hef verið að droppa inn í þetta endrum og sinnum með honum. En um helgina lauk ég við seríuna loksins og þvílík snilld. Ég er ekki frá því að þetta toppar Death Note og Berserk. Þvílík spenna og söguþráður og ég er liggur við bara ennþá með gæsahúð. Ég allaveganna fíla þetta í botn og mæli ég með þessu við hvern sem er. Við horfðum líka á Fullmetal Alchemist: Conqueror of Shamballa en það er bíómyndin sem er framhaldið af þáttunum. Myndin er ótrúlega skemmtileg líka og í henni er hægt að finna endalausar tilvísanir í Þýskaland Nasismans fyrir þá sem hafa áhuga á svoleiðis. Get lítið farið út í söguþráð myndarinnar því það verður eiginlega að horfa á þættina áður til þess að fá einhvern botn í þetta. Betra fyrir ykkur að skoða þetta betur sjálf bara ef þið viljið vita söguþráðinn betur en mér persónulega fannst frábært að vaða bara blint í sjóinn í þáttunum ;)

Engin ummæli: