Jæja það fer brátt að líða að leiðindunum, þ.e.a.s. flutningunum. Mér finnst ekkert leiðinlegra en að flytja draslið mitt. Pakka því niður bara til þess að taka það upp aftur á öðrum stað. Svo er alltaf eitthvað sem að eyðileggst. En já vonandi reddast þetta nú samt. Búin að panta bíl þannig að þetta er allt að koma. Annars lítið að frétta. Er bara afskaplega fegin að hafa ekki mætt í vinnu í gær múhahaha. Það að búa í 101 leggst mjög vel í mig. Hef reyndar búið þar áður og það er ofsalega gott að geta labbað hvert sem maður vill. Auk þess keypti ég mér svo fallegt hjól sem ég ætla að vera dugleg að nota. En nú ætla ég bara að halda áfram að drepa tímann fram að flutningum. Horfa á Ólympíuleikana á fullu. Verð samt að kvarta yfir hve lítið er sýnt frá fótbolta. Ömurlegt. Frekar er sýnt frá þúst Litháen - Brasilía í körfubolta eða eitthvað álíka. Hverjum er ekki sama um það?
Svo eiga systur mínar 2 afmæli í dag! Til hamingju með afmælið systur :D
Túrilú
Engin ummæli:
Skrifa ummæli