Ýmislegt stöff frá mér.

fimmtudagur, 14. ágúst 2008

Quadrosables

Hola Amigos
Já ég er komin frá Barcelona og er hress og tönuð. Það var rosalega heitt úti og gott veður og við notuðum tímann alltaf í eitthvað annað en sólbað. Þegar svo loksins átti að fara á ströndina þá var skýjað. Ömó en ég er samt sem áður leðurtönuð. Langt síðan að ég verið svoleiðis. Ég verslaði og verslaði fyrir allan peninginn minn úti. Bætti fötum við í safnið mitt. Hef samt miklar áhyggjur af því að nýju fötin mín komist ekki fyrir í þetta safn þar sem það er orðið of stórt. Annars er Barcelona afskaplega falleg borg. Það er greinilegt að hvert smáatriði hefur verið úthugsað. Stéttarnar eru m.a.s. flúraðar. Við skoðuðum slatta þarna úti. Hefðum samt getað skoðað meira en hey ég var í fríi og nennti ekki að gera of mikið. Við skoðuðum Gaudi garðinn og safnið. Garðurinn var æði og síðan var Sagrada Familía rosaleg. Eins og bygging á annarri plánetu. Ég læt fylgja með nokkrar myndir frá ferðinni. Aðallega Gaudi garðinum og La Bocceria sem er geggjaður matarmarkaður. Ég var alveg hugfangin þar inni. Þúst sjáiði allt nammið. Svo litríkt og fallegt.

1 ummæli:

Ededededed sagði...

Engar myndir af þér???? Ég vil sjá mynd af þér.

Takk.