Jæja ég er farin að vera frekar framtakssöm. Vildi bara láta vita að ég er farin að búa til litla nærboli á börn og sængurver. Nærbolirnir eru hvítir í mismunandi stærðum: 2-3 ára, 3-5 ára, 6-9 ára og 7-11 ára. Þeir eru síðan með handprentuðum myndum eftir mig. Kostar 750 kr. stykkið og síðan eru sængurverin úr dökkbláu lérefti með handprentuðu mynstri. Kostar 3500 kr.
Ég veit að er frekar hallærislegt að koma ekki með myndir en þær fara að koma. Ég þarf að skipuleggja mig svolítið þessa dagana því að tölvan mín er biluð. Ég er með myndavél en ég er ekki með snúru til að tengja í tölvu og verð þess vegna að gera þetta í kortalesaranum alltaf heima í eyjum. Hallæri!
3 ummæli:
úú verður að drífa í að fá lánaðan kortalesara:) hlýtur að vera einhver í RVK sem á solleiðis, hlakka til að sjá!!! móa
Hey mig dreymdi þig í nótt. Þú varst að biðja mig um að setja rauðar hárlengingar í hárið á þér :D
hehe, mér veitti nú ekki af svolleiðis uppliftingu:) hvað er gmailið þitt, er búin að reyna að adda þér á bloggið mitt, er nebblega búnað læsa því.
knús
móa
Skrifa ummæli