Ýmislegt stöff frá mér.

laugardagur, 6. febrúar 2010

Kímera Creations



Jæja nú styttist óðum í að ég haldi sýningu hérna í Rvk. Nánar tiltekið á hjólbarðaverkstæðinu Kvikkfix í Kópavogi. Sýningin opnar næstu helgi en ég mun auglýsa það nánar. Ég verð með sýningar á málverkum, teikningum, innsetningu og síðan ætla ég að vera með til sýnis hliðarverkefnið mitt Kímera Creations. Kímera Creations eru handunnir munir, skartgripir, nytjahlutir og margt fleira og verður þetta blogg mitt vettvangur fyrir nýja "fyrirtækið" mitt.

Engin ummæli: