Er orðin rosalegur aðdáandi íslenskra snyrtivara. Er svona að prófa mig áfram.
Hef náttúrulega prófað rakakremin frá Gamla apótekinu. Mæli með hýdrófíl rakakreminu. Síðan hef ég verið að "smakka" handgerðu sápurnar frá Sælusápum. Ég hef nú bara prófað Heiðasælu en það er blóðberg í henni. Ég er rosalega ánægð með hana en hlakka samt svolítið til að hún klárist svo að ég geti "smakkað einhverja aðra" Ég prófaði svo liðverkjaolíuna um daginn frá Purity Herbs og ég verð að segja að hún snarvirkaði. Það sem ég á eftir að prófa eru svo snyrtivörurnar frá Urtasmiðjunni og Sóley.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli