Ýmislegt stöff frá mér.

mánudagur, 31. maí 2010

Fullt fullt af skartgripum.

Ég er búin að vera mjög dugleg að framleiða skartgipi og allskonar dót. Skartgripirnir eru allavega. Allt frá stífaðri blúndu upp í polystyrene plasti. Einnig hef ég verið að handmála keramik og stensla á vefnað eins og diskamottur, púða og sængurföt.




Skartgripirnir kosta á bilinu 1000 kr. - 4000 kr. Diskamottur eru á 1000 kr. stk. Lítill mokkabolli og undirskál eru á 1300 kr. Kaffikanna 1000 kr. Svo er ég byrjuð að gera hálsskraut, Slaufunælur á 2000 kr. og mun ég koma með herralínu von bráðar vííí. Allt að gerast.

Karnival

Jæja hérna koma myndir frá Karnival. Eiginlega bara myndir samt af verkunum. Hinar koma seinna.
Á sýningunni voru semsagt 20 málverk - akrýl á striga og 7 bleikteikningar, ljósmyndir sem ég hendi inn líka bráðlega og innsetningin Hringekjan. Ég hafði hugsað mér að vera með videoen ég eiginlega hætti við það vegna veðurs. Frekar grámyglulegt veður þegar ég ætlaði að taka videið og ég náði ekki að klára. Verð bara með það á næstu sýningu.




















laugardagur, 29. maí 2010

mánudagur, 24. maí 2010

Jæja Góða fólk.
Þá er skemmtileg sýning afstaðin. Fullt af fólki kom og forvitnaðist um hvað ég er að gera þessa dagana og allir drukku kók og borðuðu popp. Æði.
En ég ætla að taka mér gott hlé núna frá máleríinu. Í stað þess ætla ég að vera dugleg að hlaða inn myndum og færslum hér inn á þetta blogg. Vonandi allt saman þvílíkt skemmtilegt. Það er líka fullt af hlutum enn til sölu. Það seldust ekki nærri því allar myndirnar þannig að ef ykkur vantar mynd þá má alltaf hafa samband. Kem með myndir af þeim líka inn í vikunni.

Ciao

sunnudagur, 16. maí 2010

Karnival


auglýsing
Originally uploaded by Jóna Heiða
Jæja góða fólk. Nú fer að koma að sýningu hjá mér. Sýningin opnar föstudaginn 21. maí í Svölukoti kl. 20 og það eru allir velkomnir. Annars verður sýningin opin laugardaginn, sunnudaginn og mánudaginn frá kl. 13-17. Endilega kíkiði.