Jæja Góða fólk.
Þá er skemmtileg sýning afstaðin. Fullt af fólki kom og forvitnaðist um hvað ég er að gera þessa dagana og allir drukku kók og borðuðu popp. Æði.
En ég ætla að taka mér gott hlé núna frá máleríinu. Í stað þess ætla ég að vera dugleg að hlaða inn myndum og færslum hér inn á þetta blogg. Vonandi allt saman þvílíkt skemmtilegt. Það er líka fullt af hlutum enn til sölu. Það seldust ekki nærri því allar myndirnar þannig að ef ykkur vantar mynd þá má alltaf hafa samband. Kem með myndir af þeim líka inn í vikunni.
Ciao
Engin ummæli:
Skrifa ummæli