Ýmislegt stöff frá mér.

þriðjudagur, 30. nóvember 2010

Hvað ef - ekki? Pt. 3

Næstu þrír...

Helena Guttormsdóttir
Maður líttu þér nær...
(stillur úr video verki)



Cécile Parcillié
"Án titils"



Hugmyndahús heimilanna
Jón Teitur Sigmundsson, Guðrún Vera
Hjartardóttir og Gunndís Ýr Finnbogadóttir

sunnudagur, 28. nóvember 2010

Hér koma fleiri myndir. Næstu þrír listamenn af sýningunni Hvað ef - ekki?


Berglind Berndsen
Tíminn og jökullinn



Solveig Pálsdóttir
Færanlega fjallið



Jóní Jónsdóttir
Augasteinar



Hvað ef - ekki?

Hér koma myndir af verkum þriggja samnemenda minna úr sýningunni Hvað ef - ekki? Ótrúlega skemmtileg sýning. Ætla að byrja á þessum þremur og svo koma hinir í vikunni :D


Þórunn Björnsdóttir
Má bjóða þér örnefni?



Hildur Margrétardóttir
Steypihreiður og Fúnkísfuglar




Ásdís Spano
Best fyrir 26.11´10
Sjálfbær neysla

laugardagur, 27. nóvember 2010

Arfur 1. hluti

Jæja við opnuðum sýninguna Hvað ef - ekki? í Hugmyndahúsi háskólanna. Fullt af fólki og Kristján Guðmundsson kom meira að segja :D Rosaflott sýning sem er lokaverkefni okkar í áfanganum Listir og sjálfbærni í LHÍ sem að Ásthildur Björg Jónsdóttir var að kenna. Sýningin er fjölbreytt enda eru listamennirnir allir að koma úr sínum áttum en samt að fjalla um sjálfbærni í verkum sínum. Ég var með verkið Arfur 1. hluti sem að er framhaldsverkefni og hérna koma nokkrar myndir af því. Hugmyndin er að klára að prjóna heila peysu en efniviðurinn er semsagt hárið á mér. Hár sem ég hef reytt úr hárburstanum mínum. Lítur alveg út eins og ull ekki satt!? Hehe. Held ég hafi aldrei gert svona lítið og óáberandi verk. Ég er nefnilega mikið fyrir diskóljós og fjör í verkum mínum. En ég kem með fleiri myndir af verkum hinna listamannanna á morgun.
Endilega kíkja á sýninguna niðri á Granda en síðasti dagurinn er í dag sunnudag. Ég verð þarna kl. 14 ef þið viljið kíkja :D

fimmtudagur, 4. nóvember 2010


Langar aðeins of mikið í þetta Bert Industries tannarmband. Geggjað flott og hægt að kaupa á Farfetch. Sá þetta flotta armband á is-mental.

miðvikudagur, 3. nóvember 2010

Black Swan


Ég er farin að bíða í ofvæni eftir nýjustu mynd Darren Aronofsky, Black Swan en hún verður frumsýnd hér á Íslandi í byrjun des. Eftir mánuð! vííí. Það er fullt af góðum leikurum í þessari mynd. Vincent Cassel, Natalie Portman, Mila Kunis og Barbara Hershey en myndin fjallar um Ninu leikin af Portman sem er balletdansari í New York og hún keppist um aðaldanshlutverkið í Svanavatninu við Lily sem leikin er af Milu Kunis. Ég er búin að sjá trailerinn úr myndinni og hann lofar virkilega góðu. Minnti mig svolítið á Suspiria eftir Argento sem er líka svona ballerínumynd en kannski ekki eins hryllileg. Það er meira svona paranoian sem er svo ríkjandi í myndum Aronofsky eins og Pí og Reqiuem for a Dream. Ég man að við horfðum á Pí í stærðfræðitíma í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Veit ekki af hverju því myndin kom stærðfræði voða lítið við haha. En við náðum að sannfæra kennarann okkar. Síðan er Requiem for a Dream ein af mínum uppáhaldsmyndum en guð forði mér frá því að sjá hana aftur. Úff. Síðan gerði hann líka hina afbragðs góðu The Wrestler með Mickey Rourke sem mér fannst nú mun mannlegri heldur en hinar tvær.


Endilega kíkiði á Trailerinn