Ýmislegt stöff frá mér.

laugardagur, 27. nóvember 2010

Arfur 1. hluti

Jæja við opnuðum sýninguna Hvað ef - ekki? í Hugmyndahúsi háskólanna. Fullt af fólki og Kristján Guðmundsson kom meira að segja :D Rosaflott sýning sem er lokaverkefni okkar í áfanganum Listir og sjálfbærni í LHÍ sem að Ásthildur Björg Jónsdóttir var að kenna. Sýningin er fjölbreytt enda eru listamennirnir allir að koma úr sínum áttum en samt að fjalla um sjálfbærni í verkum sínum. Ég var með verkið Arfur 1. hluti sem að er framhaldsverkefni og hérna koma nokkrar myndir af því. Hugmyndin er að klára að prjóna heila peysu en efniviðurinn er semsagt hárið á mér. Hár sem ég hef reytt úr hárburstanum mínum. Lítur alveg út eins og ull ekki satt!? Hehe. Held ég hafi aldrei gert svona lítið og óáberandi verk. Ég er nefnilega mikið fyrir diskóljós og fjör í verkum mínum. En ég kem með fleiri myndir af verkum hinna listamannanna á morgun.
Endilega kíkja á sýninguna niðri á Granda en síðasti dagurinn er í dag sunnudag. Ég verð þarna kl. 14 ef þið viljið kíkja :D

Engin ummæli: