Afar skemmtilegur stíll semsagt.
laugardagur, 26. febrúar 2011
Óskars brjálæði
Halló...ló...ló...ó. Nú er ég búin að bíða og bíða eftir að andinn kæmi yfir mig svo ég gæti skrifað eitthvað hérna. Ekkert endilega innihaldsmikið bara eitthvað og nú er tíminn kominn! Eftir rúman mánuð. En það er margt og mikið búið að gerast síðan í janúar. Ég fór t.d. á Black Swan sem var alveg eðalstöff. Búin að bíða eftir henni í nokkra mánuði og var sú bið vel þess virði. Síðan er ég búin að vera að stússast í mastersverkefninu mínu á milli þess sem ég fæ kvíðaköst yfir því að fá ekki vinnu eftir nám. Garg. Anywhoo... Ég er að deyja úr spenningi yfir Óskarnum annað kvöld. Verðlaunin eru ekkert spennandi svo sem. Ég meina King´s Speech tekur þetta og Natalie PortmanzzzzzzzzzZZZZZZ Snoozefest. Er hins vegar spenntust yfir rauða dreglinum eins og ávallt. Ég hef það á tilfinningunni að núna munu menn og konur en aðallega konur taka áhættur. Ég er sannfærð um að við fáum að sjá eitthvað þessu líkt:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli