þriðjudagur, 15. mars 2011
Tussulókar og goth
Ég fór í skemmtilegasta partí ever um daginn hjá hópi kvenna sem eru iðnar við þemapartíin. Í fyrra var Dolly Parton þema partí sem ég því miður missti af en í þetta skipti lét ég mig ekki vanta þar sem að þemað var goth. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi þessa menningarkima þ.e.a.s. þeirra sem eru goth. Ég er það ekki sjálf og hef aldrei verið en hef áhuga á ýmsu í sambandi við þetta. Ég bjó í Berlín um hríð og þar stunduðum ég og vinir mínir goth staðina mjög grimmt. Ég var meira kannski inni í pönkinu þarna í Berlín. En engu að síður á ég allskonar goth og pönk drasl. (Eiginlega alveg ótrúlega mikið). Þetta drasl reyndist mikil og góð fjárfesting fyrir téð goth partí þar sem ég vann fyrstu verðlaun vúhú. Mjög stolt enda ótrúlega flottar goth píur að standa að þessu og gaman hvað allir voru metnaðarfullir í búningum og svona. Mest töff fannst mér samt að allar þessar konur og mömmur kvörtuðu ALDREI undir stanslausri metaltónlist. Þetta var sko alveg for the sake of it. Þvílík snilld og takk fyrir mig :D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli