Ýmislegt stöff frá mér.

þriðjudagur, 5. nóvember 2013

Jæja halló...

Var að taka ljósmyndir í brúðkaupi um daginn og setti svo saman nokkrar vel valdar í bók handa brúðhjónunum. Hérna er afraksturinn:


þriðjudagur, 5. júlí 2011

Eyjar

Eins og ávallt þá er í Eyjum í fríinu mínu. Alltaf yndislegt að gera vestmannaeyska hluti eins og að fara upp á Heimaklett.

Handverksmarkaður

Jæja maður situr víst ekki auðum höndum í sumarfríinu. Var með góðum handlögnum konum í Eyjum með handverksmarkað um goslokahelgina. Þetta er farinn að vera árviss viðburður og hann mun jafnvel verða oftar. Kannski fyrir jólin líka. Hérna kemur eitthvað af því sem ég var að gera :)

Silfurhringir
4500 kr.

Síðir eyrnalokkar
1500 kr. stykkið
2500 kr. parið

Hálsmen
1500 kr.

Gróðurhús um hálsinn
1500 kr.

Kökuhálsmen
1500 kr.

Kökueyrnalokkar
2000 kr.

laugardagur, 7. maí 2011

Nokkrar myndir frá því í vetur. Keypti pakka af nýju svart hvítu polaroid filmunum. Fáranlega dýrt! Býst ekki við að þetta verði nema bara árlegur viðburður hjá manni. Tók myndir í of miklu frosti og myndirnar urðu ekki beint eins og ég bjóst við en finnst þær samt svolítið töff. Draugalegar og óræðar.

sunnudagur, 27. mars 2011

Vor í lofti

Aaaah það fer vonandi að koma vor. Það er allavega hægt að fara út orðið í einhverju öðru en eskimóafötum. Samt svo ekta að það muni snjóa í apríl eða eitthvað. Anyways... fór með Ed í smá göngutúr um Grjótaþorpið og Þingholtin og tók myndavélina með svona til tilbreytingar.

þriðjudagur, 15. mars 2011

Tussulókar og goth

Ég fór í skemmtilegasta partí ever um daginn hjá hópi kvenna sem eru iðnar við þemapartíin. Í fyrra var Dolly Parton þema partí sem ég því miður missti af en í þetta skipti lét ég mig ekki vanta þar sem að þemað var goth. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi þessa menningarkima þ.e.a.s. þeirra sem eru goth. Ég er það ekki sjálf og hef aldrei verið en hef áhuga á ýmsu í sambandi við þetta. Ég bjó í Berlín um hríð og þar stunduðum ég og vinir mínir goth staðina mjög grimmt. Ég var meira kannski inni í pönkinu þarna í Berlín. En engu að síður á ég allskonar goth og pönk drasl. (Eiginlega alveg ótrúlega mikið). Þetta drasl reyndist mikil og góð fjárfesting fyrir téð goth partí þar sem ég vann fyrstu verðlaun vúhú. Mjög stolt enda ótrúlega flottar goth píur að standa að þessu og gaman hvað allir voru metnaðarfullir í búningum og svona. Mest töff fannst mér samt að allar þessar konur og mömmur kvörtuðu ALDREI undir stanslausri metaltónlist. Þetta var sko alveg for the sake of it. Þvílík snilld og takk fyrir mig :D