Ýmislegt stöff frá mér.

þriðjudagur, 4. mars 2008

Stormur

Já veðrið hér á Eyjunni er búið að vera skrítið svo ekki sé meira sagt. Þvílíkur snjór. Á sunnudaginn vaknaði ég bara frekar útsofin. Fannst það samt skrítið þar sem að það var enn kolniðamyrkur inni hjá mér. Þegar betur var að gáð sá ég að íbúðin mín var bara á kafi. Skaflarnir huldu gluggana bara og hindruðu ljósið í að gægjast inn um gluggann minn. Síðan fór ég með Erni í göngutúr um kvöldið og við skriðum bókstaflega niður Strembugötuna. Skaflarnir voru svo háir að ekki var hægt að labba ofan á þeim. Við löbbuðum síðan inn Kirkjuveginn og upp Menntaveginn og heim til mín. Smá spölur sem sagt en ferðin tók samt 1 og hálfan tíma. Er svo búin að moka mörgum tonnum af snjó. Dagurinn í dag er samt sem áður búinn að sökka. Eða meira svona sökkva eftir alla þessa ausandi rigningu. Það er allt á floti. Allstaðar!



Annars er lítið annað að frétta. Læt fylgja hér með litla mynd. Ég er algjörlega ástfangin af þessum miðli. Þ.e.a.s. Svart blek og vatnslitapappír. Það býður upp á svo mikla möguleika. Er mikið búin að mála síðustu daga. Túrilú í bili.

Engin ummæli: