Ýmislegt stöff frá mér.

fimmtudagur, 20. mars 2008

*hrollur*

Já ég get ekki sagt annað en að það er virkilega yndislegt að vera komin í páskafrí. Ekki misskilja mig... mér finnst mjög gaman í vinnunni en það er líka gott að fá frí. Ég er búin að vera mjög busy eitthvað. Gott að hvíla sig. En já ég hélt upp á páskafrísbyrjun með því að fara í menningarferð til Reykjavíkur. Og eins og sönnum Íslendingi sæmir má maður ekki gleyma Kringlunni. Sérstaklega á þessum "góðærisdögum" í fjármálaheiminum. Í Kringlunni mættu mér gotharar í tonnatali enda er Kringlan Staðurinn ef að maður er Gothari. Ég sá eina stelpu í hefðbundnum gothfötum. Svo sem ekkert óvanalegt. Hún var í svörtum buxum með einhverjum böndum sem héngu, með svart, sítt en flatt hár, gaddaól o.s.fr.v. Allt tiltölulega eðlilegt fyrir mér en svo var gellan bara með vampírutennur. Jább þið lásuð rétt. Ég býst við því að það er fólk þarna úti sem lætur fixa svoleiðis. Annars veit ég ekki hvort að þetta voru alvöru tennur, gervi alvöru tennur eða bara gervi tennur.

Ég er búin að vera mjög dugleg að spara og ákvað að spreða smá til að verðlauna mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi gert verulega góð kaup. Ekki þó í Kringlunni heldur í Kolaportinu og Spúútnik. Keypti mér nefnilega 2 kg af fötum á einungis 6 þúsund krónur og geri aðrir betur. Mæli eindregið með kílómarkaði ef ykkur bráðvantar ný föt og buddan er tóm og allir eru þunglyndir af krepputali. Ný föt gleðja hjartað *hóst* veruleikafirrt *hóst*

Síðan kíkti ég í bíó á spænsku myndina El Orfanato. Bjóst ekki við öðru en að ég yrði hrædd í bíó og sú varð raunin. Var lengi að ná mér eftir hana og mæli ég eindregið með henni. Ég gerði svo sem fullt annað líka í Reykjavík. Horfði á anime, labbaði helling. Fór í heimsókn borðaði og til að toppa allt horfði ég á Interview with the vampire.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

spurning um að forðast bara börn alfarið nú þegar maður hefur séð orphanage

Jóna Heiða sagði...

Já e.t.v. væri það gott fyrir taugakerfið.