Gæti það verið að Angelina Jolie sé að leika í góðri mynd loksins? Ég skil ekki alveg hvernig hún fer alltaf að þessu. Gone in 60 seconds, Tomb Raider þúst kommon. (Sky Captain of tomorrow og Girl interrupted eru reyndar undanteknar) Ég sá trailerinn að Wanted í gær og fannst hann frekar töff og mig langar að sjá í bíó. Ekki spillir fyrir að myndin fær 7,6 á imdb og James McAvoy leikur í henni. Og hann er náttúrulega súperhot gaur. En það vita náttúrulega allir.
En já það sem er að frétta af mér er að ég er orðin 27 ára og orðin rauðhærð. Já nú eru krakkarnir ekki lengur að rugla mér saman við Ronju lengur. Kannski bara Línu en hún er líka kúl. Hver vill ekki vera eins og Lína töffari?
Mínir menn í Rússlandi komust áfram í undanúrslitin áðan með góðum sigri á Hollandi. Gjörsamlega yfirspiluðu þá. Pavlyuchenko er náttúrulega geðveikur og hinn framherjinn líka. Líta soldið út eins og fermingarstrákar. Þeir eru líka alltaf sætastir...
Er einhver í stuði í vikunni fyrir að gera eitthvað skemmtó? Pikknikk eða fótbolta eða eitthvað??
Engin ummæli:
Skrifa ummæli