Vá já ég er búin að vera netlaus í þónokkuð langan tíma. Tölvan biluð og svo skrapp ég til Reykjavíkur í viku. Fór eiginlega bara um leið og ég komst í frí frá vinnu. Oh það er svo gott. Ég fór með fyrstu filmuna úr Holgunni minni í framköllun. Þessi mynd minnir á það hve sumrin eru frábær. Þó að þau séu ekki brjálæðislega heit þá er allavega ekki snjór. Svalandi!
Það misheppnuðust 4 af 12 myndum af þessari filmu. Þurfti endilega að gera einhverjar tilraunir með flassið og það varð algert mis. En hinar myndirnar voru bara fínar. Það er svo skemmtilegur karakter í myndum sem eru teknar með Holgu. Hún náttúrulega lekur ljósi og þess vegna er jaðarinn og hornin svona dökk. Mér finnst það allavega über svalt. En já vildi bara láta vita af mér um sinn. Heyri í ykkur aftur bráðlega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli