Já halló. Ég er rosaglöð því í dag var síðasti kennsludagurinn. Vúhú. Ég á samt eftir að sakna krakkanna smá. Vikan endaði á því að við fórum upp í Íþróttahús og horfðum á nokkrar Suður-Kóreskar stelpur sýna dansa og tae kwando. Þær voru ekkert smá einlægar og bara æðislegar og ég skemmti mér vel. Síðan föðmuðu þær alla sem voru í húsinu. ALLA já.
Ég held líka að sumarið hafi komið síðdegis í dag með rigningu, svartaþoku og öllu tilheyrandi. Dæmigert. En jæja ég er að fara til Barcelona yfir verslunarmannahelgina þannig að ég hlýt að fá einhverja sól. (Voða ekki kominn júní og ég strax búin að gefa sumarið upp á bátinn).
Annars ætla ég að koma hérna með myndband vikunnar sem er að þessu sinni með snillingnum Chris Isaak. Eins og ég þoldi ekki þennan mann þegar ég var krakki. Fannst hann hræðilega hallærislegur en í dag finnst mér hann æði. Lögin hans eru æðislega falleg og skemmtileg. Go walking down there er m.a.s. eitt af uppáhaldslögunum mínum bara ever. Rockabilly gaur sko og svolítið crazy sumarlegt video.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli