Ég er farin að bíða í ofvæni eftir nýjustu mynd Darren Aronofsky, Black Swan en hún verður frumsýnd hér á Íslandi í byrjun des. Eftir mánuð! vííí. Það er fullt af góðum leikurum í þessari mynd. Vincent Cassel, Natalie Portman, Mila Kunis og Barbara Hershey en myndin fjallar um Ninu leikin af Portman sem er balletdansari í New York og hún keppist um aðaldanshlutverkið í Svanavatninu við Lily sem leikin er af Milu Kunis. Ég er búin að sjá trailerinn úr myndinni og hann lofar virkilega góðu. Minnti mig svolítið á Suspiria eftir Argento sem er líka svona ballerínumynd en kannski ekki eins hryllileg. Það er meira svona paranoian sem er svo ríkjandi í myndum Aronofsky eins og Pí og Reqiuem for a Dream. Ég man að við horfðum á Pí í stærðfræðitíma í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Veit ekki af hverju því myndin kom stærðfræði voða lítið við haha. En við náðum að sannfæra kennarann okkar. Síðan er Requiem for a Dream ein af mínum uppáhaldsmyndum en guð forði mér frá því að sjá hana aftur. Úff. Síðan gerði hann líka hina afbragðs góðu The Wrestler með Mickey Rourke sem mér fannst nú mun mannlegri heldur en hinar tvær.
Endilega kíkiði á Trailerinn
2 ummæli:
Treilerinn lofar mjög góðu. Spennt að sjá hana :)
Já hún lítur mjög spennandi út. ;)
Skrifa ummæli