sunnudagur, 31. ágúst 2008
En já...
Já ég er flutt í Reykjavíkina og líður vel þar. Skólinn byrjaði í síðustu viku og á nýnemakynningunni þurftum við að semja dans og sýna hann... Já ég er ekki að grínast. Ég samdi alveg minn dans og það og svo þegar tónlistin byrjaði þá bara fraus ég. Við áttum að dansa nokkrum sinnum við mismunandi tónlist og túlka dansinn okkar eftir tónlistinni. Úff. Greinilegt hverjir voru að byrja í leiklist og hvaða stelpur voru einhverjar listdanspíur. Ekkert nema píróett og læti. En skólinn sjálfur er samt skemmtilegur. Spennandi fólk og svona. En já svona til að létta lund ykkar á sunnudegi sem er afar þunnur finnst mér þá er eitt hérna sem er ógeðslega fyndið. Maður spyr sig hvort þetta sé einn og sami maðurinn í mismunandi víddum??
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hljómar kreisí...ertu ekki að byrja í kennaranámi lhí?? eða??
Jú. Það er mjög spennandi. Fjölbreytt og skemmtilegt. :D
Skrifa ummæli