Já já maður hefur ekki setið auðum höndum í sjónvarpsglápi nú um helgina. Kannski bara eins gott. Veik á fös og þá er ekki mikið hægt að gera annað en að glápa og svo rigning í gær. Horfa horfa. Og svo heldur sjónvarpsglápið áfram í dag. Serbía - Ghana. Hlakka nú ekkert svakalega mikið til að horfa á hann en hey! Þetta er fótbolti og ég er ekki enn búin að finna mér lið til að halda með. Verð að finna mér eitthvað skemmtilegt lið til að halda með. Ótrúlegt hvað ég finn mér alltaf tilvalið lið til að halda með en svo bara komast þau ekkert á næstu mót þannig að ég þarf alltaf að finna mér eitthvað nýtt. En já svo er Ástralía - Þýskaland í kvöld. En fótboltinn er ekki það eina um helgina því í kvöld byrjar líka 3. serían í True blood Jeiiii.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli