Mmm sumarið er komið og ég vildi að ég gæti bara verið í Eyjum í sólinni. Þ.e.a.s. ef það er sól í sumar. En ég verð þar eiginlega allar helgar sem er frábært. Ég er víst að fara í skóla í haust og þá ætti líka að gefast meiri tími í að vinna við myndlist og svoleiðis. Ég hef voðalega lítið nennt þessu eftir vinnu í vetur en ég hef bara pínt mig í það. Og ég ætla að vera mega dugleg með þetta blogg. Swear! B.t.w. hér koma nokkrar polaroid myndir frá einhverju sumrinu í Eyjum. Mega gott veður og fallegt eins og alltaf. Talandi um polaroid þá sá ég einhverja frétt um daginn að þær væru að koma aftur. Guð blessi þann sem er að fara að framleiða aftur þessar fallegu filmur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli