Myndin kom mér alveg skemmtilega á óvart. Bjóst svo sem ekkert við einhverju brjáluðu en hún var alveg nett ógeðsleg og spennandi. Alveg eins og ég vil hafa það. Sjáiði bara sjálf.
mánudagur, 4. október 2010
Splice
Ég hef alltaf verið mikið fyrir svona vísindahrollvekjur. Er búin að vera að bíða svolítið lengi eftir einni svoleiðis í dálítinn tíma en aldrei neitt gerist eiginlega. Síðan heyrði ég af Splice. Hún kom reyndar út árið 2009 en ég hef aldrei náð að redda mér henni í góðum gæðum og ekki er hún á leiðinni í bíó hérna eða það held ég allavega ekki. Sarah Polley og Adrian Brody leika aðalhlutverkin eða tvo unga vísindamenn sem eru að vinna að byltingarkenndri rannsókn sem byggir á því að splæsa saman DNA frá annarsvegar manneskju og hinsvegar frá dýrum þannig að útkoman verður nokkurs konar kímera. Þessi nýja lífvera dafnar og þroskast mjög hratt og breytist fljótlega í hættulega vængjaða kímeru.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli