laugardagur, 2. október 2010
Allt crazy
Já það er brjálað að gera fólk. Er í 100% námi og 50% vinnu og lítill tími til að sinna myndlistinni. En ég er samt sem áður byrjuð að skipuleggja hvað ég ætla að vera með á jólabazarnum í vetur. Við verðum eflaust nokkrar sem vorum með bazarinn í sumar á Goslokahátíðinni og vonandi fleiri. Geggjuð jólastemmning og jólaglögg og fullt af töff handverki. En já ég er byrjuð að mixa fleiri slaufur. Fullt fyrir stráka úr allskonar efnum og stelpum líka. Hálsslaufur, hárslaufur, spennur, nælur, hálsmen og ég veit ekki hvað og hvað. Ágætt að hafa svona bazar til að vinna sér inn aur fyrir jólagjöfum. En já hér eru nokkrar slaufur til að fríska upp á minnið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli