Oh mig langar aðeins of mikið í nýja skó. Sérstaklega frá Jeffrey Campbell. Svo skrítnir skór að ég elska það. Sérstaklega þessir brúnu. Væri til í svoleiðis fjólubláa eða eitthvað. Spurning samt hvernig þeir myndu eldast á mér. Ég get eiginlega ekki ákveðið mig hvort mig myndi langa í þessa brúnu eða þessa bláu fyrir neðan. Báðir alveg geggjaðir. En það er samt ekkert að fara að gerast í bráð. Eða bara gerast yfirhöfuð þannig að ég hef ákveðið að eignast bæði pör í draumaheiminum mínum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli