Sakna þín afi. :)
mánudagur, 4. október 2010
4. október afmælisdagur afa - Nýtt prójekt
Í dag hefði afi minni Tryggvi Jónasson orðið 81 en hann dó í fyrra stuttu eftir áttræðisafmælisdaginn sinn. Afi minn var aktívur með meiru, bæði í félagslífinu sem og listalífinu. Hann var stofnandi Kiwanisklúbbsins Helgafells í Eyjum og starfaði lengi í stjórn klúbbsins. Hann spilaði með Lúðrasveit Vestmannaeyja í mörg ár á túbu og ferðaðist með þeim um landið og heiminn að spila. Hann tók auk þess þátt í mörgum góðum verkum og starfaði fyri t.d. Hjartavernd. Auk þess var hann mjög listrænn. Hann var náttúrulega mjög músíkalskur en hann hafði líka mikinn áhuga á kvikmyndatöku. Hann átti nokkrar video vélar og ég erfði allar græjurnar hans eftir að hann dó. Þ.á.m. 8mm vél og super 8mm vél rosalega fallegar en ég hef bara því miður en ekki komið í gagnið. Ég fékk líka prójektor og sýningartjald og ég á góðar minningar frá því ég var lítil þegar við horfðum á kvikmyndir frá afa uppi á lofti. Auk þess fékk ég vél til að splæsa saman filmur og allt filmusafnið hans en hann var búinn að láta það yfir á tölvutækt form og það er hvorki meira né minna en 60GB af efni. Miklar heimildir frá mannlífinu í Vestmannaeyjum, Lúðrasveitinni og myndir af fjölskyldunni í fríi. Afi var líka listmálari og málaði mikið myndir af Eyjum. Úteyjunum, fjöllunum og mannlífinu. Ég fékk eina ókláraða mynd og hún hefur fengið það hlutverk að vera nýja prójektið mitt því ég hafði hugsað mér að klára þessa mynd af Heimakletti, Miðkletti og Ystakletti og er það eina myndin held ég sem hann kláraði ekki. Nú hef ég það hlutverk að klára það og ætla að taka til óspilltra málanna næstu daga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hann afi þinn var prýðisnáungi Jóna Heiða mín. Alltaf svo skemmtilegur og vingjarnlegur. Gangi þér vel með að klára myndina og að koma græjunum í gagnið. Ég er viss um að það kemur eitthvað súper flott út úr því hjá þér.
Já takk fyrir það Ása mín. :)
Skrifa ummæli