Ýmislegt stöff frá mér.

föstudagur, 30. maí 2008

Myndband vikunnar... og fleira.

Já halló. Ég er rosaglöð því í dag var síðasti kennsludagurinn. Vúhú. Ég á samt eftir að sakna krakkanna smá. Vikan endaði á því að við fórum upp í Íþróttahús og horfðum á nokkrar Suður-Kóreskar stelpur sýna dansa og tae kwando. Þær voru ekkert smá einlægar og bara æðislegar og ég skemmti mér vel. Síðan föðmuðu þær alla sem voru í húsinu. ALLA já.


Ég held líka að sumarið hafi komið síðdegis í dag með rigningu, svartaþoku og öllu tilheyrandi. Dæmigert. En jæja ég er að fara til Barcelona yfir verslunarmannahelgina þannig að ég hlýt að fá einhverja sól. (Voða ekki kominn júní og ég strax búin að gefa sumarið upp á bátinn).

Annars ætla ég að koma hérna með myndband vikunnar sem er að þessu sinni með snillingnum Chris Isaak. Eins og ég þoldi ekki þennan mann þegar ég var krakki. Fannst hann hræðilega hallærislegur en í dag finnst mér hann æði. Lögin hans eru æðislega falleg og skemmtileg. Go walking down there er m.a.s. eitt af uppáhaldslögunum mínum bara ever. Rockabilly gaur sko og svolítið crazy sumarlegt video.

þriðjudagur, 20. maí 2008

Myndband vikunnar

Myndband vikunnar er að þessu sinni með Supergrass sem mér finnst afskaplega vanmetin hljómsveit. Þegar ég heyrði þetta lag fyrst þá hélt ég að þetta væri gamalt lag. Það vandist svo fljótt og ég held að það sé bara jákvætt. Njótið.

mánudagur, 19. maí 2008

Myndlistarsýning, árshátíð og bara blóm...

Já það er búið að vera brjálað að gera. Síðastliðinn fimmtudag voru krakkarnir í sérdeildinni í skólanum með alveg frábæra myndlistarsýningu og seldu nær öll verkin sín. Þetta voru vatnslitamyndir, akrýl á striga, lágmyndir, leirmunir og ég veit ekki hvað og hvað og vakti þetta mikla lukku.


Síðasta vika var öðruvísi í Grunnskólanum. Ég sá um ljósmyndahóp og verð ég að segja að það komu margar frábærar ljósmyndir hjá krökkunum. Öðruvísi dögum var svo slúttað með Árshátíð á föstudagskvöldið.Brjáluð stemmning eins og sjá má. Kannski fullmikið spilað af tekknómúsík en hei, krakkarnir fíluðu það og það er það sem skiptir máli. Hverjum er ekki sama um mig.

Smá vormynd hérna í lokin. Skólinn er alveg að klárast og ég bara get ekki beðið eftir að geta farið í sólbað og labbað í bænum og halda reggea partíið sem ég ætlaði að halda í fyrra.
Ble ble.

miðvikudagur, 14. maí 2008

Myndlistarsýning

Nemendur í sérdeild Grunnskóla Vestmannaeyja verða með verk sín til sýnis og sölu í Miðstöðinni fimmtudaginn 15. maí kl. 15-18.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

þriðjudagur, 13. maí 2008

Myndband vikunnar

Já ég er svo sannarlega í sumarskapi og ætla þess vegna að demba á ykkur einu eldgömlu sumarlagi. Myndbandið er búið til með svona oldschool stop-motion aðferð en lagið er undurfallegt eftir söngvaskáldið Vashti Bunyan. Lagið heitir Just another Diamond Day og er titillag frumburðar hennar sem kom út árið 1970. Njótið undurfagurra tóna!

föstudagur, 9. maí 2008

Föstudagur

Já það líður senn að Eurovision og ég hlakka bara frekar til. Sérstaklega ef að lagið frá Spáni endurspeglar hvernig keppnin verður í ár. Ég veit ég er komin út fyrir mitt "sérfræðisvið" hérna á þessu bloggi en ég bara verð að láta fylgja með myndbandið frá Spáni. Geggjaðir dansarar þarna á bak við Hendrixinn. Mahaha! Ég held með Spáni í ár.

þriðjudagur, 6. maí 2008

Myndband vikunnar

Já myndband vikunnar er við lagið I will possess your Heart með Death Cab for Cutie. Mig langaði alveg rosalega til að fara að ferðast þegar ég var að skoða myndbandið. Æðislegt lag. Svolítið lengi að byrja en maður gleymir því fljótlega þegar maður fylgist með stelpunni ferðast um allan heiminn.
Njótið!

mánudagur, 5. maí 2008

Plants and Animals

Já það er svo sannarlega vor í lofti þessa dagana. Grasið er farið að grænka og lóan farin að syngja. Og ekkert segir meira sumar en þegar ég er farin að setja sumarplöturnar á fóninn. Þær eru nú allnokkrar en nú vil ég endilega mæla með hljómsveitinni Plants and Animals sem gaf út plötuna Parc Avenue á árinu. Frekar æðislegt.



Plants and Animals - Good Friend

En já ég hef eins og flestir verið löt við að blogga og ég eins og flestir tala sérstaklega mikið um það þegar ég blogga ekki. Eins og ég geti ekki bloggað um eitthvað annað en hvað ég blogga lítið. Maha! En það ER mikið að gera. En það er eitthvað að minnka. Myndlistin í Framhaldsskólanum er búin og endaði með sýningu sem að nokkrir strákar úr hópnum skipulögðu alveg sjálfir. Mjög gott framtak hjá þeim. Það þyrfti að gera þetta að árlegum viðburði þarna í FÍV. Gera eitthvað flott úr þessu. Svo er sýningin hjá krökkunum í sérdeildinni á næsta leyti. Hreint út sagt frábær myndlistasýning og efnilegir listamenn þar á ferðinni. Auglýsi það betur í næstu viku. Síðan er ég á fullu í að undirbúa mína fyrstu einkasýningu sem að verður í sumar. Auk þess er ég komin inn í námið sem ég sótti um. Sem sagt mikið að gera...

Segiði mér eitthvað skemmtilegt! :D