Já ég er svo sannarlega í sumarskapi og ætla þess vegna að demba á ykkur einu eldgömlu sumarlagi. Myndbandið er búið til með svona oldschool stop-motion aðferð en lagið er undurfallegt eftir söngvaskáldið Vashti Bunyan. Lagið heitir Just another Diamond Day og er titillag frumburðar hennar sem kom út árið 1970. Njótið undurfagurra tóna!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli