Ýmislegt stöff frá mér.

mánudagur, 5. maí 2008

Plants and Animals

Já það er svo sannarlega vor í lofti þessa dagana. Grasið er farið að grænka og lóan farin að syngja. Og ekkert segir meira sumar en þegar ég er farin að setja sumarplöturnar á fóninn. Þær eru nú allnokkrar en nú vil ég endilega mæla með hljómsveitinni Plants and Animals sem gaf út plötuna Parc Avenue á árinu. Frekar æðislegt.



Plants and Animals - Good Friend

En já ég hef eins og flestir verið löt við að blogga og ég eins og flestir tala sérstaklega mikið um það þegar ég blogga ekki. Eins og ég geti ekki bloggað um eitthvað annað en hvað ég blogga lítið. Maha! En það ER mikið að gera. En það er eitthvað að minnka. Myndlistin í Framhaldsskólanum er búin og endaði með sýningu sem að nokkrir strákar úr hópnum skipulögðu alveg sjálfir. Mjög gott framtak hjá þeim. Það þyrfti að gera þetta að árlegum viðburði þarna í FÍV. Gera eitthvað flott úr þessu. Svo er sýningin hjá krökkunum í sérdeildinni á næsta leyti. Hreint út sagt frábær myndlistasýning og efnilegir listamenn þar á ferðinni. Auglýsi það betur í næstu viku. Síðan er ég á fullu í að undirbúa mína fyrstu einkasýningu sem að verður í sumar. Auk þess er ég komin inn í námið sem ég sótti um. Sem sagt mikið að gera...

Segiði mér eitthvað skemmtilegt! :D


Engin ummæli: