Ýmislegt stöff frá mér.

mánudagur, 7. desember 2009

sunnudagur, 4. október 2009

Jason Hackenwerth

Já ég er alltaf að rekast á spennandi listamenn. Þar sem ég er mikil blöðrumanneskja er kannski ekki skrítið að Jason Hackenwerth hafi eitthvað heillað mig. Hann býr til þessi risastóru kvikindi úr blöðrum sem líta svolítið út eins og geimverur eða einhver neðansjávardýr fyrir mörgum milljónum ára.via Neatorama

þriðjudagur, 25. ágúst 2009

Bitches!

Jæja hérna koma nokkrar töffarar. Það er hægt að skera kúlið hjá þessum gellum í sneiðar.


Linda Hamilton í Terminator


Mía litla


Siouxie Sioux


Chrissie Hynde


Vivienne Westwood


Kim Gordon


Lína Langsokkur


Patti Smith


Tippi Hedren í The Birds


Einhver töffari?

sunnudagur, 14. júní 2009

Paradísareyjan

Oh já það er yndislegt að vera í Eyjum. Frábært að fá að vera úti allan daginn. Enda er maður dauður þegar maður kemur heim. Það er líka hellingur að gera hjá mér. Er að undirbúa sýningu sem verður á goslokahátíðinni. Verð með innsetningu og nokkrar myndir. Komin með vinnuaðstöðu og alles. Loksins hefur maður fundið rokkið í sér aftur. Ekki seinna vænna. Ég verð 28 ára á morgun. OMFG. Maður verður að nota þessi ár sem maður á eftir í framkvæmdir því ég hef ekki beint verið framkvæmdaglöð síðan að ég hætti í skólanum. Engin vinnuaðstaða og uppreisn gegn listheiminum. En það er búið núna. Nú er ég bara í stuði.

þriðjudagur, 2. júní 2009

Jæja nú er sumarið komið og ég opinberlega orðinn kennari. Fer til Eyja á fimmtudaginn þar sem ég mun vera flokkstjóri í Vinnuskólanum í sumar. Ég ætla að halda myndlistarsýningu og hafa það gott með familíunni minni. Síðan er bara Þjóðhátíð og ég mæti i nýju vinnuna mína liggur við bara beint úr Dalnum.

fimmtudagur, 14. maí 2009

Stuð

Jæja peeps. Skólinn er búinn þannig að nú get ég farið að skrifa hérna af viti. Skal láta verða af því. Annars er ég alltaf að leita að skemmtilegum linkum til að setja hérna til hliðar. Alltaf að bætast við eitthvað. Annars er allt gott að frétta. Útskrifast þann 30. maí og verð þá myndmenntakennari. Vúhú. Ég hyggst fara í meira nám en ekki alveg strax. Er komin með nett ógeð af því að vera blankur námsmaður. Er komin með vinnu í haust. Byrja 4. ágúst strax eftir þjóðhátíð á Baugi. Nei ekki group heldur leikskólanum Baugi. Hlakka rosalega til. Þetta er frekar nýr leikskóli sem byggir á Reggio Emilio stefnunni. Þetta verður spennandi. Víí.

Hérna kemur eitt svaka töff video.

þriðjudagur, 28. apríl 2009

Reuben Margolin

Muniði eftir Theo Jansen? Hérna er annað gott dæmi um allsvakalegan nördaskap eða Reuben Margolin sem er kínetískur listamaður. List þeirra tveggja minnir svona frekar á vísindi og verkfræði en er engu að síður afskaplega lífrænt og fallegt.
Tékkiði endilega á Louise Richardson!

sunnudagur, 5. apríl 2009

Alfreð Flóki

Jæja mig langar bara að minna ykkur á sýninguna hans Alfreðs Flóka í Hafnarhúsinu, Skuggadrengur - Heimur Alfreðs Flóka. Þetta er alveg frábær sýning og þarna fann ég mér íslenskan listamann sem ég get loks haft dálæti af. Ég nefnilega vissi ekkert hver hann var fyrr en ég sá umfjöllun um þessa sýningu en það er kannski ekkert skrítið því það er stórt gap í umfjöllun um hann í fjölmiðlun allt frá því að hann dó. Ég hef sjálf mikið gert pennamyndir og loksins íslenskur myndlistamaður sem ég get fílað í tætlur. Myndirnar hans eru óhuggulegar og erótískar í senn. Þær minntu mig svolítið á ætiþrykkið hans Albrecht Dürer sem ég hef alltaf haft dálæti á. Þrungnar táknum og svolítið melankólískar. Það er líka fjallað svolítið um hann sem persónu og það er heill salur með sjálfsmyndum hans sem og viðtölum og blaðagreinum um hann sem birtust í Vísi, Þjóðviljanum og fleiri blöðum á þessum tíma þegar hann var hvað vinsælastur. Maður getur einnig hlustað á viðtöl við hann í gegnum headphones sem koma út úr veggnum og það er gaman að heyra hvað var um að vera í kollinum á honum. Frábær sýning sem ég mæli með. Hún stendur held ég til 10. maí og Sjón er sýningarstjóri.
Tjékk it!

þriðjudagur, 3. mars 2009

Theo Jansen

Jæja var að kynnast nýjum listamanni sem er alveg magnaður. Hann er hollenskur verkfræðingur/ listamaður og er búinn að eyða síðustu 20 árum sínum í búa til nýja lífveru. Lífverurnar eru búnar til úr rafmagnsrörum og ganga einungis fyrir vatnsþrýstingi og vindi. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta og bókstaflega krípí, sérstaklega því að það er ekkert rafmagn eða neitt sem að knýr þessi dýr.
Tjékk it!

sunnudagur, 22. febrúar 2009

Jæja ég er farin að vera frekar framtakssöm. Vildi bara láta vita að ég er farin að búa til litla nærboli á börn og sængurver. Nærbolirnir eru hvítir í mismunandi stærðum: 2-3 ára, 3-5 ára, 6-9 ára og 7-11 ára. Þeir eru síðan með handprentuðum myndum eftir mig. Kostar 750 kr. stykkið og síðan eru sængurverin úr dökkbláu lérefti með handprentuðu mynstri. Kostar 3500 kr.
Ég veit að er frekar hallærislegt að koma ekki með myndir en þær fara að koma. Ég þarf að skipuleggja mig svolítið þessa dagana því að tölvan mín er biluð. Ég er með myndavél en ég er ekki með snúru til að tengja í tölvu og verð þess vegna að gera þetta í kortalesaranum alltaf heima í eyjum. Hallæri!

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Jessica Joslin

Já ég get ekki sagt annað en það hafi komið mér á óvart að einhver skuli hafa kommentað á bloggið mitt um daginn. Takk Jón Helgi :) Mér bara datt ekki í hug að nokkur læsi þessi lítilfjörlegu skrif mín. En það eru að fara að koma myndir von bráðar. Bíð bara eftir því að komast í betri tölvu og kortalesara svo ég geti hent þeim inn en lífið leikur akkúrat við mig þessa stundina eða þannig. Tölvan mín er biluð eða bara ónýt. Bíllinn minn er bilaður og síminn minn er bilaður og ég er blönk og fæ eflaust hvergi vinnu í sumar. Úff. En ég er allavega á lífi og er hraust sem er gott. Auk þess hef ég verið að snúa mér að myndlistinni að undanförnu. Ég hef náttúrulega hellings tíma aflögu. Vinn bara 2 daga í viku og er í skólanum 3 daga í viku.
En ég var að blaða í gömlu tölublaði af menningartímaritinu Stínu um daginn og rakst á þessa listakonu sem heitir Jessica Joslin. Minnir mig svolítið á það sem ég var að gera hérna einu sinni. "And the circus leaves town..." Anyone? Allavega fíla ég hana.

þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Þegar ég vaknaði í morgun og fór út í bíl sá ég að einhver vitleysingur hafði brotið rúðuþurrkuna mína á afturrúðunni. Ef svo ólíklega vill til að þú ert fávitinn sem eyðilagðir rúðuþurrkuna mína og ert að lesa þetta, þá mun ég finna þig...

fimmtudagur, 29. janúar 2009

Plögg

Úff það er svo fallegt úti. Trén eru öll útí snjó og líta út eins og bómullarhnoðrar. Sólin skín og það er algert logn. Mmmm. En já ég er á fullu. Ég þarf að skila kennsluáætlun á morgun, klára 2 myndir sem ég er að selja, undirbúa sushi kvöld, taka til og fleira og fleira.

En já bara að láta vita: Ég fer að posta fleiri myndum af verkunum mínum og svona því sem ég er að gera þessa dagana. Ég mála eftir pöntun og ýmislegt. Einhvern veginn verður maður að meika money þessa dagana.

laugardagur, 24. janúar 2009

Metamorphosis

Jæja ég hef tekið þá mikilvægu ákvörðun að halda mínu striki hér á þessu bloggi mínu. Ég hef verið afskaplega léleg við þetta undanfarið ár og ég viðurkenni hér með fúslega að eftir að ég byrjaði með kærastanum varð ég bara boring. Kærastinn minn er samt skemmtó. En í alvöru. Af hverju í fjandanum verður maður svona leiðinlega vanafastur þegar maður byrjar í sambandi? Ég geri bókstaflega ekkert um helgar. Eða jú ég horfi á video, sef, læri og prjóna. Hversu leiðinlegur getur maður verið? Og ég er ógeðslega léleg að heimsækja fólk.En þessa dagana er ég að taka líf mitt rækilega í gegn og ég ætla að vera iðin við skrif. Ég meina ég hef helling að segja ykkur og sýna og ég hef þess vegna ákveðið að skríða upp úr minni andlegu holu loksins. Kannski einhver lesi mann...