Ýmislegt stöff frá mér.

sunnudagur, 11. júlí 2010

Sumarið á enda?

Jæja góða fólk. Það er síðasti dagurinn í dag mér til mikillar sorgar. Í rauninni veit ég ekki hvað ég á af mér að gera þegar síðasti leikurinn klárast í kvöld. :( Frekar glatað. En ég bíð bara eftir EM þá. Kannski maður bara safni sér fyrir ferð á EM. Held að það verði geðveikt. Það verður í Póllandi og Úkraínu og ég mæli alveg einstaklega með að fólk fari til Póllands. Sérstaklega Krakow. Það er alveg uppáhaldsborgin mín.


Öll liðin sem ég ákvað að halda með duttu út. Mexíkó, Chile, Ghana en ég hélt líka með Þýskalandi og þeir náðu 3. sætinu. Vá eins og ég sé að segja einhverjar fréttir. Held að flestir viti þetta nú er það ekki? Þeir voru með skemmtilegt lið og ég var alls ekki að búast við því fyrir keppnina. Þess vegna er ágætt að nota riðlakeppnina til að finna sér eitthvað skemmtilegt lið til að halda með. Ég ætla t.d. ekki að halda með Spánverjunum í kvöld. Æi það fer eitthvað í taugarnar á mér við þessa choko-a. Veit ekki hvað það er. Æi held ég haldi bara ekki með neinum. Vil bara fá skemmtilegan leik, flott spil, slagsmál og drama og mörk auðvitað.

1 ummæli:

Örn sagði...

já skólinn byrjar sjálfkrafa um leið og HM klárast