Ýmislegt stöff frá mér.

miðvikudagur, 28. júlí 2010

Fuji instax

Jæja ég er nú hálfgerður myndavélasafnari orðinn. Elska myndavélar og elska hversu fjölbreytilegan karakter þær sýna. Ég var heavy svekkt þegar ákveðið var að hætta framleiðslu Polaroid filmanna. Yndislega fallegar filmur með svona retro blæ. En ég heyrði um daginn að það væri byrjað að framleiða þær aftur og bíð spennt eftir því að þær komi í búðir. En um leið og Polaroid filmurnar voru hættar að koma af færibandinu greip Fuji tækifærið og byrjaði að framleiða instant myndavélar eða Fuji Instax. Rétt eins og Polaroid eru myndirnar alveg rosalega fallegar og mig langar í eina svona.





Svo sjáum við hérna hversu fallegar þessar myndir eru.


Engin ummæli: