Víííí er alveg rosalega spennt. Var að panta áskrift að alveg fallegasta blaði ever. Keypti mér eintak fyrir svona 2 árum síðan af tímariti sem heitir Lula. Ég fletti oft í gegnum það enn þann dag í dag enda fer maður ekki að henda svona dýrgrip. Enda fokk dýrt blað. Þetta er reyndar það vinsælt blað að það er víst fljótt að seljast upp áður en það kemur í búðir liggur við. Mjög erfitt að nálgast það. Enda hef ég ekki séð eintak í bókabúðum hérna síðan ég keypti mitt. En nú er ég orðin áskrifandi og fæ pottþétt 11. tölublað af Lula. Hér koma nokkrar fallegar myndir úr blaðinu:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli